Falleg með bleikt hár
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2015 | 08:00

Wozniacki neitar því að hamingjuóskir hennar til Spieth hafi verið sneið til Rory

Caroline Wozniacki hefir verið ásökuð um það á félagsmiðlum að hamingjuóskir sem hún sendi Jordan Spieth vegna sigurs hans á The Masters risamótinu hafi verið sneið til Rory.

Í hamingjuóskum Wozniacki sagði:

„Congratulations to @JordanSpieth on winning @TheMasters! Extremely impressive how he came out firing from the start and never looked back!“

(Lausleg þýðing: Hamingjuóskir til @JordanSpieth fyrir að sigra @TheMasters! Verulega flott hvernig hann skoraði allt frá byrjun og leit aldrei aftur!“)

Margir á félagsmiðlunum ásökuðu Caroline um að þetta væri ein aðferða hennar til að ná sér niðri á Rory, sem sagði henni upp með símhringingu en ekki augliti til auglitis á síðasta ári, meðan þau voru trúlofuð, rétt eftir að brúðkaupsboðskortin höfðu verið send út.

Caroline sá ástæðu til þess að svara þessum ásökunum:

„Tweeps I was congratulating Speith on his win, nothing else.. It’s time for some of you to move on from the past. Thank you!

(Lausleg þýðing: „Tweeps, ég var að óska Spieth til hamingju með sigur hans, ekkert annað.  Það er tími á fyrir sum ykkar að hverfa úr fortíðinni.  Takk fyrir!)