Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2015 | 08:00

Wozniacki neitar að stuðningur við Day sé sneið til Rory

Caroline Wozniacki fyrrum heitkona nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy lýsti á sunnudaginn s.l. yfir stuðningi sínum við að Ástralinn Jason Day ynni mótið.

Hún hefir síðan þurft að bera af sér að stuðningur hennar við Jason Day hafi verið sneið til Rory McIlroy, sem hún var trúlofuð áður en hann sagði hennar fremur óvænt upp eftir að brúðkaupskortin voru send út í fyrirhugaða veislu þeirra.

Caroline hefir viðurkennt að hafa verið sár eftir uppsögnina.

Þegar Rory barðist upp skortöfluna á sunnudaginn tvítaði Caro: Eftir allt sem @JDayGolf hefir gegnið í gegnum í þessari viku og baráttuna og þrekið sem hann hefir sýnt, stend ég með honum og vona að hann sigri.

Þegar Caro var spurð að því í Eastbourne í gær hvort túlka bæri þetta sem sneið til Rory, neitaði Caro því staðfastlega.