Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2014 | 14:00

Woosnam dregur í efa ákvörðun McGinley

Ian Woosnam dregur í efa að ákvörðun Paul McGinley‘s að skipa 5 varafyrirliða fyrir lið Evrópu í Rydernum sé rétt.

McGinley hefir skipað þá  Sam Torrance, Des Smyth, José Maria Olazábal, Pádraig Harrington og Miguel-Ángel Jiménez sem varafyrirliða sína og beðið þá að aðstoða sig í Rydernum seinna í mánuðnum.

Skv. allri hefð hafa fyrirliðar í Rydernum aldrei haft fleiri en 4 varafyrirliða og Woosnam, sem leiddi liðið til sigurs  2006, hefir sínar efasemdir að ákvörðun McGinley sé sú rétta.

„Ég hélt virkilega að hann myndi velja 4 varafyrirliða,“ sagði hann.  „Ég var svolítið undrandi að hann skyldi velja 5. Ég hugsa að hann sé að reyna að fá ráð hjá mörgum en stundum er það bara ekki gott. „

„Í lok dags er það hann sem verður að standa og falla með ákvörðununum.“