Woods og Vonn hjálpa hvort öðru … í blíðu og stríðu
Í blíðu og stríðu…. á ensku nefnast þessi hjónavígsluorð presta „in sickeness and in health“
Og svo sannarleg styðja Tiger og Lindsey Vonn hvort annað í blíðu og stríðu þó þau séu ekki (enn) gift.
Bæði hafa gengið í gegnum dimmar stundir meiðsla í íþróttagreinum sínum árið 2014, en þau virðast sækja styrk í hvort annað í endurhæfingarferlum sínum.
Í viðtali við AP sagði Vonn nú um daginn að hún og Woods fundið enn nýjan flöt i sambandi sínu í gegnum meiðslin, sem komu í veg fyrir að hún tæki þátt á Vetrarólympíuleikunum í Sochi og Tiger hefir missti af fjölmörgum mótum vegna bakuppskurðar.
„Að vera í endurhæfingu er ekki skemmtilegt…. en ef maður þarf að ganga í gegnum hana er ágætt að hafa félaga með sér í henni,“ sagði Vonn. „Einhvern sem getur sett sig í aðstæður þínar og sem hægt er að tala við; endurhæfast og æfa saman.“
Tiger virðist sama sinnis og Lindsey en hann sagði nýlega á vefsíðu sinni:
„Það hjálpar til að vera í endurhæfingunni með Lindsey, en hún er mun lengur á veg komin í endurhæfingunni en ég,“ skrifaði Tiger. „Það hjálpar ef maður er ekki sá eini sem þjáist.“
Ekkert ákveðið hefir komið frá Tiger um hvenær hann snúi aftur fyrir utan að hann taki þátt í liðakeppni í Argentínu í október n.k. og Lindsey vonast líka til þess að snúa aftur í skíðabrekkurnar í haust.
Hún tekur undir orð kærastans:
„Hann veit að ég er með verki og ég veit að hann finnur til. Við skiljum hvert annað. Það er öðruvísi þegar bæði verða fyrir þessari reynslu á sama tíma, jafnvel þó þetta séu algerlega ólík meiðsli.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
