Willett m/áhyggjur af Zika… en tekur líklega þátt í Ólympíuleikunum
Danny Willett hefir áhyggjur af Zika vírusnum og er að velta fyrir sér hvort hann eigi að taka þátt.
Willett varð nýlega faðir og jafnvel þó það sé freistandi að taka þátt þá verður að setja fjölskylduna í fyrsta sæti.
„Við fylgjumst með þessu,“ sagði Willett nýlega á blaðamannafundi.
„Við fengum tölvupóst frá WHO (alþjóða heilbrigðisstofnuninni) og fáum fréttir reglulega (af vírusnum)„
„Þetta er ekki frábært ástandið. Það eru 500.000 sem fylgjast með Ólympíuleikunum og þarna eru 11.000 íþróttamenn í hjarta alls.“
„Ef kemur í ljós að áhættan er of mikil gagnvart mér eða Nic (eiginkona hans Nicole) eða litla mannsins, þá fer ég líklega ekki. Fjölskyldan er í fyrsta sæti. En eins og staðan er þessa mínútuna, þá held ég að allt ætti að vera í lagi.“
„Við erum til í slaginn og vonandi geta þeir gefið okkur nokkrar ábendingar hvernig hægt sé að halda aftur af þessu og undir stjórn þannig að það eyðileggi ekki fyrir því, sem getur væntanlega orðið frábærir Ólympíuleikar.“
Willett er ekki fyrsti kylfingurinn sem hefir látið í ljós áhyggjur yfir Zika, Rory hefir líka áhyggjur s.s. áður hefir birtst hér á síðunni.
Willett gengur í gegnum mjög spennandi tíma þar sem hann verður að venjast nýfenginni frægð jafnframt því að venjast nýju hlutverki að vera faðir.
„Litli maðurinn hefir augljóslega valdið mikilli umbreytingu, sem hefir verið frábært,“ sagði hinn 28 ára Willett.
Willett er einn af þeim, sem talinn er sigurstranglegastur þegar hann tíar upp á BMW PGA Championship áWentworth á morgun.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
