Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2022 | 17:30

Will Zalatoris þvertekur fyrir að ætla að ganga til liðs við LIV Golf

Bandaríski kylfingurinn Will Zalatoris sem kom svo nálægt því að sigra á tveimur risamótum ársins (PGA Tour og Opna bandaríska) þvertekur að ætla að ganga til liðs við sádí-arbísku ofurgolfdeildina, LIV Golf Series, ef marka má yfirlýsingu, sem hann birti á Twitter.

Þar skrifaði Zalatoris:

Það hefur verið mikið um sögusagnir í kringum LIV Golf og að ákveðnir strákar gætu hugsanlega farið (frá PGA Tour),“ skrifaði Zalatoris. „Nú er ég farinn að heyra sögusagnir um að ég gæti verið að fara á LIV.

Mig langar að koma þessu á hreint og fullyrði að ég hef fullan hug vera áfram á PGA Tour og DP World Tour. Ég hef haldið þessu staðfastlega fram síðan í febrúar og ekkert hefur breyst.

Mig hefur dreymt um að sigra á PGA Tour og sigra á risamótum síðan ég var lítill krakki. Ég elska hvert PGA Tour og DP World Tour og mótaraðir tengdar þeim stefna.

„Ég get ekki beðið eftir restinni af PGA Tour og Race to Dubai. Sjáumst í Skotlandi næstu tvær vikurnar!“ (Þar á Zalatoris við Genesis Scottish Open (Opna skoska), sem hann tekur þátt í … og síðan Opna breska, en þar verður gaman að sjá hvað hann gerir. Tekst honum loks að sigra á einu risamótanna?