Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2019 | 18:00

Wie spilar ekki það sem eftir er 2019

Michelle Wie hefir átt í þrálátum handarmeiðslum allt árið 2019.

Hún tilkynnti að í tilraun sinni til að ná fullum bata ætlaði hún ekkert að spila það sem eftir er keppnistímabilsins árið 2019.

Á LPGA mótaröðinni eru eftir 16 mót það sem af er árs og eins er Solheim Cup keppnin í haust.

Eftir að hafa gert allt til þess að spila á þessu ári, þá hef ég tekið þá ákvörðun að taka mér frí frá keppnisgolfi það sem af er árs,“ sagði fréttatilkynningu frá Wie. „Lið mitt og ég trúa því að þetta muni veita mér besta mögulega tækifærið til þess að ná loks bata. Ég get ekki þakkað ykkur öllum nógsamlega fyrir takmarkalausa ást ykkar og stuðning. Ég met það mikils.“

Eins og Golf 1 greindi frá, (Sjá með því að SMELLA HÉR) reynndi Wie fyrir sér á KPMG risamótinu, en átti vonbrigðarhringi upp á 84-82 og var í einhverjum af síðustu sætunum og var 17 höggum frá að komast í gegnum niðurskurð.

Wie gekkst í gegnum uppskurð á hægri hendi sinni í október 2018 og hefir ekki náð fullum bata enn – hún býst við að snúa aftur í keppnisgolfið í byrjun árs 2020.