Wie í Vogue
Michelle Wie hefir ekkert átt sérstakt ár á golfvellinum, þrátt fyrir miklar æfingar og vonir um að þetta fari nú að smella hjá henni. Hún er þar í raun í sömu sporum og Martin Kaymer og Rory McIlroy og reyndar flestir kylfingar sem á einhverjum hluta á ferlinum ganga í gegnum lægð golflega sérð.
Hér verður rifjuð upp 4 ára grein og myndir sem birtust af Michelle Wie í kóreanska tískutímaritinu Vogue. Þar sagði Michelle m.a.:
„Ég hef alist upp við að líta á Vogue tímaritin allt frá því ég var lítil. Þegar ég horfi á brosandi módelin hugsa ég um hversu falleg þau eru og mér finnst ég hamingjusöm. Þessa dagana breytist stíll minn á hverjum degi. Ég klæði mig jafnvel upp eins og hippi eða pönkari. Það er svo gaman að klæða sig í falleg föt. Mér líkar vel við Agyness Deyn vegna þess að hún er svo stráksleg og við Tyru Banks vegna þess að hún er svo kynþokkafull. Tíska er það sem ég kann best við fyrir utan golf. Þegar ég er á keppnisferðalögum kaupi ég mér alltaf tískutímarit eins og Vogue til þess að lesa. Svo líkar mér líka vel við Channel og Louis Vuitton.
Ég held að það að ég æfði mikið þegar ég var yngri hafi hjálpað mér að fá þann líkama sem ég er með núna heilbrigðan og í jafnvægi. Mér finnst ávextir og grænmeti virkilega gott. Það er spennandi að sjóða grænmeti eins og salat og brocolli og grænar baunir eða borða grænt papaya. Mér líkar líka vel við sveppi og kjúklingabringur. Þið sjáið að þetta eru fæðutegundir sem fólk þarf stundum að pína í sig þegar það fer í megrun. En á hinn bóginn líkar mér líka við ýmislegt sem er ekki eins gott fyrir líkamann. Eins og súkkulagði og kex. Ég get ekki drukkið mjólk eða borðað sumt eins og egg vegna þess að ég er með ofnæmi. Þess vegna verð ég veik af bandarískum mat en þegar ég borða kóreanskan eða japanskan mat þá líður mér vel í (maganum) og huganum.
Um smekk sinn á karlmönnum sagði Wie:
„Mér líkar við hávaxna stráka. Ég er sjálf 183 sentimetrar, þannig að þeir verða að vera hærri en það. Ef strákur er sjálfsöruggur og meðvitaður um sjálfan sig og skemmtilegur…. þessi körfuboltaleikmaður sem ég var sögð vera með í Stanford, Robin Lopez, er bara vinur minn. Við vorum undrandi þegar fréttir bárust um einhvern skandal.
Um fæðingarstað sinn sagði Wie loks:
„Mér finnst ég heppin að hafa fæðst í Hawaii. Veðrið þar er gott og fólkið er gott. Auk þess er Obama forseti úrskrifaður úr barnaskóla í Hawaii og ég er stolt af því að hafa verið í sama skóla og hann!“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024



