P
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2015 | 22:00

WGC: Rose og Furyk efstir fyrir lokahring Bridgestone

Það eru Justin Rose og Jim Furyk,  sem eru efstir og jafnir á Bridgestone heimsmótinu fyrir lokahringinn.

Rose lék frábært golf á 3. hring; var á 63 höggum; Furyk dugðu 69 högg til að halda efsta sætinu.

Samtals eru Rose og Furyk búnir að spila á 9 undir pari, 201 höggi; Rose (67 71 63) og Furyk (66 66 69).

Í 3. sæti fyrir lokahringinn er Írinn Shane Lowry á samtals 7 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á WGC Bridgestone Inv. SMELLIÐ HÉR: