Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2020 | 17:40

WGC: Rory í forystu e. 1. dag

WGC – Mexíco Championship, þ.e. heimsmótið í Mexíkó hófst í gær og stendur til 23. febrúar n.k.

Þetta heimsmót fer fram í Chapultepec golfklúbbnum, í Mexíkó City, Mexíkó.

Flestallir bestu kylfingar heims taka þátt.

Efst eftir 1. dag er Rory McIlroy en hann kom í hús á 64 glæsihöggum.

Öðru sætinu deila 3 bandarískir kylfingar: Bubba Watson, Justin Thomas og Bryson DeChambeau, sem allir voru 2 höggum á eftir Rory, þ.e. á 66 höggum.

Sjá má stöðuna á heimsmótinu í Mexíkó með því að SMELLA HÉR: