Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2015 | 20:00

WGC: Rory hendir kylfu í vatn í reiðikasti á 2. hring Cadillac heimsmótsins – Myndskeið

Nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy henti kylfu sinni í vatn í reiðikasti vegna slæms gengis á vellinum á 2. hring Cadillac heimsmótsins í gær.

Þessi viðbrögð komu eftir að hann hafði slegið bolta sínum í vatn … Rory lét kylfuna fylgja á eftir.

Sjá má atvikið m.a. með því að SMELLA HÉR: 

„Tilfinningin var góð þarna,“ sagði Rory og skiptist á brandara við leikfélaga sinn, Henrik Stenson, sem þekktur er fyrir skapbræði á vellinum.

„Ég myndi ekki hvetja neinn til þess að gera þetta; sérstaklega ef það eru börn að horfa á heima. Í fyrsta lagi er þetta dýrt og í öðru lagi ætti maður ekki að vera að gera þetta,“ sagði Rory. „Tilfinningin var góð þarna á þeim tíma en ég sé eftir þessu nú.  Þetta var ekki mjög til fyrirmyndar.“

Rory fær líklega sekt frá PGA Tour vegna atviksins.