Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2015 | 07:00

WGC: Rory er heimsmeistari í holukeppni!

Það var N-Írinn Rory McIlroy, sem stóð uppi sem sigurvegari á Cadillac heimsmótinu í holukeppni, sem farið hefir fram nú sl. helgi á TPC Harding í San Francisco.

Hann vann nokkuð auðveldan sigur á Bandaríkjamanninum Gary Woodland og undirstrikaði nokkuð skýrt hver er nr. 1 í golfinu um þessar mundir!

Leikur þeirra fór 4&2.  Hér má sjá myndaseríu frá úrslitaleiknum í gær SMELLIÐ HÉR:

Hér má sjá frá blaðamannafundi með Rory eftir að sigurinn var í höfn SMELLIÐ HÉR: 

Sjá má brot af úrslitaviðureign Rory og Gary Woodland með því að SMELLA HÉR: 

Þar áður var Rory búinn að vinna gamla brýnið Jim Furyk í undanúrslitum, sýndi glæsileik og átti m.a. arnarpútt, á par-5 18. holu TPC Harding, sem valið var högg dagsins í gær.  Sjá má arnarpúttið – högg dagsins á lokadegi heimsmótsins með því að SMELLA HÉR: 

Í leiknum um 3. sætið vann Danny Willett síðan einnig Jim Furyk, þannig að það voru Evrópumenn sem stóðu uppi sem sigurvegarar í viðureignum sínum um 1. og 3. sætið.  Viðureign Willett og Furyk fór 3&2 fyrir Willett.