I
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2018 | 08:00

WGC: Viðureign Reed og Spieth í dag

Dell Technologies heimsmótið í holukeppni er í fullum gangi.

Í dag fer fram spennandi viðureign Patrick Reed og Jordan Spieth.

Þeir eru samherjar í Forsetabikarnum og Ryder bikarnum, en í þessu móti eru þeir andstæðingar.

Og það er allt undir því sá sem tapar fer heim.

Jordan Spieth hafði betur gegn Haotong Li 4&2  og í 4. riðli mætir hann því Ryder Cup félaga sínum Patrick Reed, sem hafði betur gegn Charl Schwartzel með fugli á lokaholunni.

Barátta upp á líf og dauða framundan í dag hjá Reed og Spieth og verður gaman að sjá hvor hefur betur!