Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2018 | 09:00

WGC: Phil Mickelson sigraði í Mexíkó – Hápunktar

Það var Phil Mickelson, sem stóð uppi sem sigurvegari á heimsmótinu Mexico Championship!

Mickelson var jafn Justin Thomas eftir hefðbundinn 72 holu leik og hafði síðan betur í bráðabananum gegn Thomas, þegar á 1. holu – var á pari og Thomas gat ekki jafnað.

Báðir voru þeir Mickelson og Thomas á 16 undir pari, 268 höggum; Phil Mickelson (69 68 65 66) og Justin Thomas (72 70 62 64).

Þriðja sætinu deildu þeir Rafa Cabrera Bello frá Spáni og Tyrrell Hatton frá Englandi, 1 höggi á eftir á samtals 15 undir pari, hvor.

Mótið fór fram í Club de Golf Chapultec í Mexíkóborg.

Til þess að sjá lokastöðunaá WGC Mexico Championships SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. dags WGC Mexico Championships SMELLIÐ HÉR: