Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2016 | 08:00

WGC: Matsuyama sigraði á HSBC heimsmótinu

Japaninn Hideki Matsuyama, 24 ára, varð fyrsti Asíubúinn í 18 ár til að sigra á HSBC Champions í Shanghaí í gær, sunnudaginn 30. október 2016.

Hideki Matsuyama

Matsuyama sem sló lokateighöggið á par-5 18. holunni í vatn en náði samt að klára á pari á 6 undir pari, 66 högga lokahring sínum.

Hann lék samtals á 23 undir pari, 265 höggum (66 65 68 66).

Hann átti 7 högg á þá sem deildu 2. sætinu, þá Henrik Stenson frá Svíþjóð og Daníel Berger frá Bandaríkjunum.

Þetta er stærsti munur á sigurvegara og þeim sem eru í 2. sæti frá því að Tiger sigraði með 7 högga mun á Bridgestone Inv. árið 2013.

Matsuyama hafði 3 högga forystu fyrir lokahringinn og spilaði síðustu 45 holur sína á Sheshan International skollalaust og hann var aðeins 1 höggi frá því að jafna mótsmet í heildarskori sem Dustin Johnson á og setti fyrir 3 árum.

Sjá má lokastöðuna á HSBC heimsmótinu með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahrings HSBC heimsmótsins SMELLIÐ HÉR: