Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2017 | 18:45

WGC: Kaddý Koepka valinn kaddý ársins

Það var kylfusveinn Brooks Koepka, Rickie Elliot, sem hlaut hina árlega veittu heiðursviðurkenningu „kaddý ársins“ í gærkvöldi á HSBC Champions mótinu í Kína.

Rickie Elliot kemur frá Portrush á N-Írlandi.

Elliot hefir verið á pokanum hjá Brooks Koepka sl. 4 ár.

Koepka sagði eftir að ljóst var hver hlyti heiðursviðurkenninguna: „Ég gæti ekki verið stoltari.“

Elliot hins vegar sagði m.a að hann væri „frá sér numinn“ af þessari viðurkenningu. Elliot ólst upp í Portrush og spilaði m.a. í sama menntaskólaliði og Graeme McDowell. „Ég fór hins vegar á barinn meðan hann var á æfingasvæðinu,“ sagði Elliot brosandi.

Pete Cowen, sem er  gúru næstum allra stjörnukylfinganna í augnablikinu  og þekkir þ.a.l. einnig kylfusveina þeirra sagði um Elliot: „Það er enginn sem á þessi verðlaun meira skilið!