Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2014 | 08:00

WGC: GMac í forystu 3. daginn í röð á HSBC Champions

Graeme McDowell (GMac) er í efsta sæti eftir 3. dag WGC-HSBC Champions í Shanghai, Kína.

GMac er búinn að spila á 11 undir pari, 205 höggum (67 67 71).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir GMac er Japaninn Hiroshi Iwata á samtals 10 undir pari, 206 höggum (73 65 68).

Þriðja sætinu deila tveir stórkylfingar Bubba Watson og Martin Kaymer, á samtals 9 undir pari, hvor.

Til þess að sjá stöðuna í heild eftir 3. dag WGC-HSBC Champions SMELLIÐ HÉR: