Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2016 | 10:00

WGC: Fraser og Piercy efstir – Mickelson í 3. sæti á Cadillac Championship

Það eru Scott Piercy og Marcus Fraser sem deila efsta sætinu eftir 1. dag á Cadillac Championship.

Báðir hafa leikið 1. hring á Bláa Skrímslinu á 6 undir pari, 66 högum.

Í 3. sæti er Phil Mickelson sem þekkir völlinn eins og höndina á sér en hann er aðeins 1 höggi á eftir á 5 undir pari, 67 höggum.

4 kylfingar deila síðan 4. sætinu þ.á.m. fyrrum nr. 1 á heimslistanum Adam Scott.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag á Cadillac Championship með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má fallegan fugl Fraser á par-4 7. holunni á 1. hring Cadillac Championship með því að SMELLA HÉR: