WGC: Bubba sigraði í HSBC Champions með glæsierni… og síðan fugli í bráðabana – Myndskeið
Bubba Watson stóð uppi sem sigurvegari fyrr í morgun í WGC HSBC Champions sem fram fór í Shanghai í Kína.
Bubba leit vel út á seinni 9 en síðan á 16. og 17. fór að halla undan fæti; hann fékk skolla og síðan skramba og svo virtist sem hann væri búinn að spila rassinn úr buxunum.
En síðan líka þetta stórglæsilega arnarvipp úr glompu á lokaholunni …. Sjá með því að SMELLA HÉR:
Örninn kom Bubba í bráðabana við Tim Clark, frá Suður-Afríku, en báðir voru jafnir, búnir að spila á 11 undir pari eftir 54 holur. Bubba vann síðan Clark á 1. holu bráðabanans þegar hann setti niður glæsifuglapútt, meðan Clark tapaði á pari. Sjá fuglapúttið með því að SMELLA HÉR:
Þriðja sætinu deildu 3 aðrir frábærir kylfingar: Rickie Fowler, GMac (Graeme McDowell) og Hiroshi Iwato; allir aðeins 1 höggi frá að komast í bráðabanann, þ.e. á samtals 10 undir pari, hver.
Í 6. sæti á samtals 9 undir pari, hver, voru síðan aðrir 3 flottir kylfingar: Martin Kaymer frá Þýskalandi, Ian Poulter og Thorbjörn Olesen, allir á samtals 8 undir pari.
Til þess að sjá lokastöðuna á HSBC Champions SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
