Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2014 | 09:00

WGC: Bubba sigraði í HSBC Champions með glæsierni… og síðan fugli í bráðabana – Myndskeið

Bubba Watson stóð uppi sem sigurvegari fyrr í morgun í  WGC HSBC Champions sem fram fór í Shanghai í Kína.

Bubba leit vel út á seinni 9 en síðan á 16. og 17. fór að halla undan fæti; hann fékk skolla og síðan skramba og svo virtist sem hann væri búinn að spila rassinn úr buxunum.

En síðan líka þetta stórglæsilega arnarvipp úr glompu á lokaholunni …. Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Örninn kom Bubba í bráðabana við Tim Clark, frá Suður-Afríku, en báðir voru jafnir, búnir að spila á 11 undir pari eftir 54 holur. Bubba vann síðan Clark á 1. holu bráðabanans þegar hann setti niður glæsifuglapútt, meðan Clark tapaði á pari. Sjá fuglapúttið með því að SMELLA HÉR: 

Þriðja sætinu deildu 3 aðrir frábærir kylfingar: Rickie Fowler, GMac (Graeme McDowell) og Hiroshi Iwato; allir aðeins 1 höggi frá að komast í bráðabanann, þ.e. á samtals 10 undir pari, hver.

Í 6. sæti á samtals 9 undir pari, hver, voru síðan aðrir 3 flottir kylfingar: Martin Kaymer frá Þýskalandi, Ian Poulter og Thorbjörn Olesen, allir á samtals 8 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á HSBC Champions SMELLIÐ HÉR: