Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2018 | 23:00

WGC: Bubba heimsmeistari í holukeppni

Það var Bubba Watson sem stóð uppi sem sigurvegari á heimsmótinu í holukeppni, (ens. Dell Technologies Match Play) í Austin Texas.

Bubba komst í úrslitaleikinn með því að hafa betur gegn Justin Thomas (JT) og kom þannig í veg fyrir að Thomas næði 1. sæti heimslistans í fyrsta sinn.

Í úrslitaleiknum sjálfum fór hann léttilega með mótherja sinn Kevin Kisner, sem áður var búinn að vinna Svíann Alex Norén.

Lokatölur í viðureign Bubba og Kevin Kisner voru 7&6.

Bubba var ekki eins skarpur í leik sínum gegn Kisner og gegn JT. Þannig hefði hann getað unnið  fyrstu 6 holurnar ef hann hefði ekki misst rúmlega 1,3 m pútt fyrir fugli á par-5 6. holunni.

Ég veit ekki hvað var að ske“ sagði Kisner m.a. eftir hringinn „Þetta (spila hans sjálfs) var bara aumkunarvert.“