Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2016 | 08:00

WGC: Adam Scott sigraði á Cadillac Championship – Hápunktar lokahringsins

Það var ástralski kylfingurinn Adam Scott, fyrrum nr. 1 á heimslistanum, sem stóð uppi sem sigurvegari á Bláa Skrímslinu á Doral í Flórída á fyrsta heimsmóti ársins, Cadillac Championship.

Scott lék á samtals 12 undir pari, 276 höggum (68 66 73 69).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Scott kom Bubba Watson á samtals 11 undir pari.

Þriðja sætinu deildu síðan Rory McIlroy og Danny Willett á samtals 10 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Cadillac Championship SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta lokahrings Cadillac Championship SMELLIÐ HÉR: