Westy segist myndu elska að vinna risamót
Lee Westwood (Westy), 43 ára, segist myndu elska að sigra í risamóti … en hann muni ekki tapa miklum svefni ef það gerist ekki.
Í nýlegu viðtali var Westy beðinn að rifja upp þau Opnu bresku risamót sem hann hefir tekið þátt í þegar þau hafa farið fram á Royal Troon, þar sem þetta elsta risamót hefst á morgun. Þetta er árin 1997 og 2004.
„Ég kom hingað í sl. viku og man eftir öllu á seinni 9 en ekkert á fyrri 9, nema eftir „frímerkinu“ (einni stystu par-3 holu í öllum risamótunum,“ sagði Westy í upphafi 145. Opna breska, sem hefst eins og áður segir á Royal Troon á morgun.
„Ég man ekki eftir 9. holu en svo var fyndið að 10., 11. 12. og 13. man ég eftir. Ég hef líka spilað þó nokkuð.“
Árið 1997 varð Westy T-10, sem þá var besti árangur hans í risamóti.
„Í hreinskilni sagt man ég ekki mikið af því,“ sagði Westy. „Ég er viss um að þetta var áfangi en ég man ekkimikið af því nú. Ég man bara hversu mér fannst erfitt og hugsaði„Guð hvað þetta er erfitt hérna en það var erfitt og líka veðrið. Ég man ekkert eftir mótinu hér (á Royal Troon) 2004.“
„Á Turnberry finnst mér meir eins og ég hafi misst af sigri. Ef ég hefði ekki þrípúttað á síðustu holu, hefði ég verið í bráðabananum.“
“Muirfield var öðruvísi. Phil [Mickelson] spilaði svo vel og ég spilaði ekki vel, þannig að ég átti ekki séns þar. Ég var sár á Turnberry vegna þess að það var ég sem gerði mistökin og hafði ekki verið að gera mörg mistök.“
„Ég myndi elska að sigra á risamóti, ekki misskilja mig. Ég myndi elska að sigra í tveimur eða þremur. En þetta er ekki nokkuð sem ég missi svefn yfir eða hef áhyggjur af m.ö.o. Ég hugsa í hreinskilni sagt ekki mikið um að Auðvitað myndi ég vera í skýjunu að sigra á Opna breksa, vegna þess að ég hef komist svo nálægt því að sigra í mótinu nokkrum sinnum en ég hef ekki hugmynd um hvernig mér myndi líða. Það er meira til í lífinu en golf; það er bara leikur.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
