Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2016 | 10:00

Westy reiður Wood f. að velja Sullivan í staðinn f. sig í heimsbikarslið Englands!

Lee Westwood (Westy) er fjúkandi reiður út í félaga sinn í Ryder bikarnum, Chris Wood (Woody), fyrir að hann valdi hann ekki sem spilafélaga í heimsbikarnum … eftir að Westy var búinn að bóka flug til Melbourne í Ástralíu þar sem heimsbikarinn fer fram.

Það eru Chris Wood og Andy Sullivan (Sully) sem munu vera fulltrúar Englands í heimsbikarnum.

Upphaflega átti Danny Willett að spila í heimsbikarnum og hann valdi Westy sem spilafélaga sinn.

En Willett dró sig úr mótinu og sá næsti inn var Chris Wood og nú var undir honum komið að velja með hverjum hann vildi spila…. og Woody eins og hann er oft kallaður valdi Sully (Andy Sullivan) sem spilafélaga sinn, jafnvel þó Westy væri búinn að kaupa flugmiða til Melbourne.

Það er nóg samt að lið Evrópu hafi tapað fyrir liði Bandaríkjanna í Rydernum þó ekki bætist ofan á óvild Westy í garð Woody.

Lee Westwood hefir komið opinberlega fram og látið í ljós óánægju með að Wood skyldi ekki velja sig til þess að keppa fyrir Englands hönd í heimsbikarnum, en Woody valdi Sully umfram Westy.

Það sem aðallega er að valda ergelsi Westy er að hann hafði þá þegar verið valinn til að spila í heimsbikarnum – og hann var búin að plana og bóka farið til Melbourne fyrir mánuðum síðan.  Westy var valinn af Danny Willett, Masters sigurvegara ársins í ár, en hann varð að draga sig úr heimsbikarnum vegna bakmeiðsla.

Þegar Willett dró sig í hlé fór sæti hans til Justin Rose, sem var næsthæst rankaði Englendingurinn á heimslistanum … og síðan til Wood þegar Rose dró sig úr mótinu.  Það er heiður þess sem er hæst rankaður og þ.a.l. fyrsti maður í heimsbikarsliðið að velja spilafélaga og Wood valdi Sullivan en ekki Westy.

Andi Sullivan (t.v.) og Woody, þ.e. Chris Wood (t.h.)

Lið Englands í heimsbikarnum 2016: Andy Sullivan (t.v.) og Woody, þ.e. Chris Wood (t.h.)

Ég hef ekki talað við Woody (Chris Wood) enn, en reiður er orð sem hægt væri að nota til þess að lýsa hvað mér finnst um þetta,“ sagði Westy í viðtali við The Sun.

Það er ekki æðislegt þegar allt þetta er að gerast á síðustu stundu, sérstaklega þar sem ég skipulagði allan endi keppnistímabilsins m.t.t. að spila í heimsbikarnum,“ sagði Westy.

„Ég er ekki að benda á neinn, en maður skyldi ætla að þegar náungi er búinn að gera áætlanir niður í smæstu smáatriði – og hefir skipulagt ferðalög og allt annað – þá ætti hann enn að vera í liðinu, jafnvel þó einhver hætti við.

Westy hætti t.a.m. við að spila í Nedbank Golf Challenge í Suður-Afríku, vegna þess að til stóð að hann færi til Ástralíu.

Wood(y) viðurkenndi aðspurður að hann væri í „skringilegri“ stöðu“

Wood sagði: „Þegar mér var sagt að ég væri nr. 1 maður Englands og fulltrúi lands míns í heimsbikarnum þá var fyrsta hugsun mín sú með hverjum ég gæti spilað sem myndi gefa okkur bestu möguleikana á sigri“ Og Sully (Andy Sullivan) bara bráðsmall.“

Ég get skilið ergelsi Lee (Westwood), eftir að hafa verið valinn í liðið, aðeins til þess að vera skilinn eftir þegar Danny (Willett) hætti við.“

Kannski þarf að taka reglurnar til nánar skoðunar í þessum kringumstæðum. En ég gat ekki látið það hafa áhrif á ákvörðun mína.“

Báðir, þ.e. Westy og Woody spila í  DP World Tour Championship in Dubai í þessari viku en heimsbikarinn fer fram á golfvelli Kingston Heath golfklúbbsins 24-27. nóvember.

England hefir ekki sigrað í keppninni í 12 ár eða frá því að þeir Paul Casey og Luke Donald sigruðu 2004.