Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2016 | 10:00

Westy ræður fyrrum snóker atvinnumann til að hjálpa sér við púttin

Lee Westwood (Westy) hefir ráðið fyrrum atvinnumann í snóker til að hjálpa sér við púttin.

Westy, sem eitt sinn var nr. 1 á heimslistanum er nú dottinn niður í 45. sætið á heimslistanum.

Hann átti margar martraðir á flötunum í Ryder bikarnum, missti mörg pútt þegar Evrópa var að taka fyrir Bandaríkjunum.

Hann hefir nú stórbætt árangur sinn þar – varð m.a. í 3. sæti á British Masters.

Umboðsmaður hans, Chubby Chandler upplýsti að Westy hefði ráðið Chris Henry, fyrrum atvinnumann í snóker til þess að hjálpa sér við púttin en hann starfar einnig sem íþróttasálfræðingur.