Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2014 | 13:00

Westy og Rory styðja Clarke í að verða nýr Ryder bikars fyrirliði Evrópu 2016

Lee Westwood (Westy) og Rory McIlroy hafa báðir lýst yfir stuðningi sínum að hinn 46 ára Darren Clarke taki við af Paul McGinley 2016 þegar lið Evrópu keppir í Bandaríkjunum.

Rory hefir sagt að sér finnist Clarke vera tilvalinn fyrirliði 2016….   Og Westy tekur undir með Rory.

Þannig sagði Westwood: „Þetta er algjörlega réttur tími í ferli Darren til þess að taka við sem fyrirliði.“

„Hann er mjög vinsæll í Bandaríkjunum og myndi vera góður fyrirliði,“ sagði Westy ennfremur.

Clarke er vinsælastur þeirra sem nefndir hafa verið til sögunnar sem hugsanlegir fyrirliðar og ekki má gleyma því að McGinley var valinn fyrirliði eftir að hann hafði hlotið stuðning heimsins bestu kylfinga á borð við Rory McIlroy, Luke Donald og Ian Poulter. 

Það sem gæti spillt fyrir Clarke er m.a. að fremur stirt er milli hans og Paul McGinley en McGinley er einn af 5 manna valnefnd sem fær að velja næsta fyrirliða evrópska Ryder bikars liðsins.  GMac, þ.e. Graeme McDowell er einn þeirra sem hvatt hefir til sátta milli Clarke og McGinley.