Ryder Cup 2014: Westwood skemmtir sér yfir klippingu Fowler
Fyrsti leikur Lee Westwood í Ryder bikarnum mun verða 38. leikur hans í Ryder bikar keppni og fer hann þar með fram úr Seve Ballesteros, sem situr jafn Lee í 4. sæti yfir flesta spilaða leiki í Ryder bikarnum.
Nokkra athygli hefir vakið hversu grannur Lee Westwood er orðinn en hann lagði af um 10 kíló fyrir Ryderinn, til þess að vera í sem bestu formi fyrir Evrópu! Það er samt nóg eftir af honum engu að síður 🙂
Einna mestu athygli hingað til á Ryder Cup í ár hefir samt klipping Rickie Fowler vakið en hann lét raka USA í hárið á sér (Sjá frétt Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: )
Lee Westwood, sem tekið hefir þátt í 8 Ryder bikars mótum var skemmt.
„Ég hef séð hana (klippinguna). Ég hef snert hana. Ég klappaði henni á æfingasvæðinu í gær! djókaði Westwood á blaðamannafundi.
Aðspurður hvort hann myndi fá sér svipaða klippingu svaraði Westy, 41 árs: „Ég veit að ér er með stóran haus, en ég veit ekki hvort hann er nógu stór til þess að hægt sé að koma fyrir EUROPE (EVRÓPU)!“
„Mér finnst þetta skemmtilegt. Þetta er nákvæmlega það serm 25 ára strákur, sem lýsa vill yfir stuðningi við lið sitt gerir, geri ég ráð fyrir. Þetta er bara sá karakter sem hann er og bara gott hjá honum.
„Fer honum vel finnst mér. Lítur vel út!“ sagði brosandi Westy loks.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
