Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2011 | 14:00

Caroline Hedwall í forystu eftir 2. dag Hero Women´s Indian Open

Caroline Hedwall leiðir á Hero Women´s Indian Open fyrir lokadaginn. Hún er  á samtals -9 undir pari, samtals 135 höggum (67 68).

Það eru hin sænska Linda Wessberg og Pornanong Phatlum frá Thaílandi, sem deila 2. sætinu eftir daginn; Linda kom í hús á 66 höggum í dag og er samtals búin að spila á 136 höggum (70 66) , þ.e. samtals -8 undir pari, sem er sama skor og Phatlum er á, að vísu samtals 136 högg (67 69).

Til þess að sjá stöðuna á Hero Women´s Indian Open þegar mótið er hálfnað smellið HÉR: