Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2017 | 22:00

Web.com: Ethan Tracy sigraði á ótrúlegan hátt í Kólombíu – Högg ársins e.t.v. í höfn? – Myndskeið

Pebble Beach Pro-Am mótið er þekkt í gegnum tíðina fyrir heilmikla dramatík og spennu en í sl. viku má segja að 2. deildin, Web.com hafi slegið jafnvel Pebble Beach mótinu við, hvað varðar dramatík á golfvellinum.

Mót Web.com Tour fór sl. helgi fram í Bogota í Kólombíu og nefndist það Club Colombia Championship.

Á lokaholu sinni var Ethan Tracy 2 höggum á eftir forystumönnum mótsins.

Hann varð að leggja upp á par-5 18. holu vallarins og átti eftir 101 yarda í holu í 3. höggi.

Hinn 27 ára Tracy hafði fram að þessu móti tvívegis ekki komist í gegnum niðurskurð í móti og þarna þurfti hann nánast á kraftaverki að halda til þess að ná bráðabana – en hann virðist hafa verið bænheyrður og þvílíkt arnarhögg!!!

Það má sjá í hápunktum 4. hrings Club Colombia Championship með því að SMELLA HÉR: 

Ég var að reyna að setja þetta niður,“ sagði  Tracy eftir hringinn. „Ég vissi að 13 undir var það sem ég yrði að ná. Ég ætlaði að setja boltann alla leið að pinnanum jafnvel þó hann færi yfir. Ég varð að gefa þessu sjéns.

Tracy náði þannig í bráðabanann við Roberto Diaz og eftir að hafa skipst á pari við hann setti Tracy niður 20 feta (7 metra) fuglapútt á 2. holu bráðabanans og innsiglaði fyrsta sigur sinn á Web.com Tour.

Það er rétt kominn febrúar en við erum þegar komin með kandídat í besta högg ársins!!!