Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2016 | 14:45

„We are 13″ – Stuðningsmyndskeið v/bandaríska Ryder Cup liðið

Bandaríkjamenn hafa nú komið fram með stuðningsmyndskeið við bandaríska Ryder bikars liðið.

Það ber heitið „We are 13″ eða „Við erum 13″ en það er heiti, áheits sem er svohljóðandi:

We are 13. (Við erum 13)
12 players plus 1 nation. (12 leikmenn og 1 þjóð)
This is the Ryder Cup. (Þetta er Ryder bikarinn)
Our country. Our course. Our team. (Landið okkar. Völlurinn okkar. Liðið okkar)
We’ll rep the red, white and blue on the green. (Við erum fulltrúar rauðs, hvíts og bláa (litarins) á flötinni.
We’ll go big, get loud and show respect. (Við leggjum allt undir, erum hávær en sýnum viðringu)
We’ll see golfers become legends, moments become memories and can’t wait to see what’s coming next.

(Við munum sjá kylfinga verða að goðsögnum, stundirnar verða að minningum og við getum ekki beðið eftir að sjá hvað kemur næst).
We’ll be watching. (Við horfum á)
We’ll be cheering. (Við fögnum)
We are 13! (Við erum 13!)

Til þess að gera myndskeiðið sem glæsilegast úr garði voru fengnar stjörnurnar Anthony Anderson, leikari;   Ólympíusundkappinn Michael Phelps, Solheim Cup stjörnunýliðinn Alison Lee (sem sneri öllu við sælla minningar fyrir bandaríska Solheim Cup liðið í Þýskalandi s.l. haust); auk einnar helstu stjörnu í bandaríska fótboltanum, Tom Brady, til þess að lesa áheitið á myndskeiðinu!

Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR: 

Golffataframleiðandinn Under Armour hefir framleitt allskyns „We are 13″ fatnað m.a. T-boli s.s. sjá má á meðfylgjandi mynd.