Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2017 | 08:00

Westner sigurvegari Dubai Desert Classic 1993 skaut sjálfan sig frammi f. konu sinni

Fyrrum sigurvegari Dubai Desert Classic, Wayne Brett Westner, dó fyrr í dag, miðvikudaginn 4. janúar 2017, eftir að hann „skaut sig frammi fyrir eiginkonu sinni“ í Suður-Afríku, s.s. staðfest hefir verið af talsmanni lögreglunnar.

Í fjölmiðlum í Suður-Afríku birtust fréttir um gíslar hefðu hefðu hugsanlega verið teknir og gíslatökuaðstæður skapast í Pennington aðsetrinu í KwaZulu-Natal, sem er strandsvæði í Suður-Afríku.

Rannsókn hófst eftir þann meinta atburð að maður skaut sig frammi fyrir eiginkonu sinni á Pennington svæðinu í dag,“ sagði talsmaður suður-afrísku lögreglunnar, Lieutenant Colonel Thulani Zwane.

Wayne Brett Westner dó af skotsárum í Gwala Gwala Estate á Rahle götu‚ í Pennington u.þ.b. kl. 8 í morgun (að suður-afrískum tíma). Lík hans var flutt í  KZN Medico-Legal líkhúsið í Park Rynie til krufningar.

Westner, 55, sem sigraði á  Dubai Desert Classic 1993, vann helsta keppinaut sinn og landa Retief Goosen með tveimur höggum. Þetta var í fjórða skiptið sem mótið fór fram og 2. skiptið frá því að nafn mótsins var breytt í Dubai Desert Classic.

Westner vann 14 atvinnumannamót á ferli sínum, þ.á.m. 2 á Evróputúrnum og líka South African Open árin 1988 og 1991, sem og heimsbikarinn með Ernie Els árið 1996. Besti árangur hans á heimslistanum er 40. sætið á heimslistanum. Golfferill Westners tók enda 1998 vegna meiðsla.

Eftir að hann dró sig í hlé sett Westner upp golfskóla á Írlandi. Árið 2013 stofnaði Westner síðan Wayne Westner Golf College í KwaZulu-Natal.