Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2014 | 12:00

Watson segir að Bradley gæti verið „Poulter“ liðs Bandaríkjanna

Fyrirliði liðs Bandaríkjanna í Ryder bikarnum, Tom Watson vonast til að Keegan Bradley verði „Poulter Bandaríkjanna“ í slagnum milli heimsálfanna seinna í þessum mánuði.

Bradley var fyrsti kylfingurin,n sem Watson nefndi þegar hann gerði val sitt að liðsmönnum í liðið kunnugt og telur að hann komi til með að gegna svipuðu hlutverki og einn kylfingurinn sem Paul McGinley valdi: Ian Poulter.

„Keegan Bradley gæti verið Ian Poulter-inn okkar,“ sagði Watson. „Hann er yndislegur náungi. Hann hefir þessa sigurþrá sem ég held að muni hjálpa liðinu stórkostlega“

„Hann spilar vel í slæmum veðrum. Hann tekur regngallan með sér hvert sem hann fer. Hann keppti á skíðum í menntaskóla og spilar svolítið eins og Henrik Stenson,“ bætti Watson við.

Bradley vann líka alla leiki sína í Medinah með Phil Mickelson; eina tap hans kom í tvímenningnum gegn Rory McIlroy.

Og Bradley var ánægður að hafa verið valinn í Ryder bikars liðið.

„Við spilum allt árið fyrir peninginga, frægð, flotta sigurbikara og til þess að skrifa golfsöguna,“ sagð Bradley m.a. í viðtali við Sky Sports News.  „En það er þvílíkur kraftur að spila í Rydernum. Það er óútskýranlegt. Að vera hluti af liði, að vera í liðsherberginu, að vera með fyirliða eins og Tom Watson…. það er ekki hægt að koma orðum að því.“

„Mikill meirihluti liðsins var í Chicago á síðasta ári.  Að hugsa að ef ég myndi ekki hafa tækifæri til þess að hafa áhrif á hvað gerist í Skotlandi myndi hafa verið erfitt.  Ryder Cup hefir þetta aðdráttarafl – hann fær mann til að gera klikkaða hluti. Þetta er ótrúlegt mót.“