Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2014 | 11:00

Watson sáttur við að hafa ekki valið Horschel í Ryder bikars lið sitt

Tom Watosn fyrirliði Ryder bikars liðs Evrópu segist sáttur við ákvörðun sína að hafa ekki valið Billy Horschel í Ryder bikars lið sitt.

Horschel hefir verið að spila ótrúlega vel undanfarnar 3 vikur og um síðustu helgi vann hann sér m.a. inn 1,6 milljarða verðlaunafé á Tour Championship.

Rory McIlory hefir m.a. sagt að hann sé glaður að Horschel sé ekki í Ryder bikars liði Bandaríkjanna … og nokkuð ljóst að Bandaríkjamenn tefla ekki fram sterkasta liði sínu í ár, þegar menn á borð við Horschel, Chris Kirk og Tiger Woods eru ekki með.

„Hann (Horschel) var á radarnum hjá mér fyrr á árinu,“ sagði Watson, sem í stað Horschel valdi Keegan Bradley,Hunter Mahan og Webb Simpson í lið sitt. „Mér líkar við sveiflu hans (Horschel), og grundvallaratriðin hjá honum en hann stóð sig bara ekki nógu vel til þess að komast í liðið.“

Watson sendi Horschel m.a. skeyti eftir sigurinn á Tour Championship: „Billy, you’re a day late but not a dollar short” (Lausleg íslensk þýðing: Billy þú kemur degi of seint en skortir ekki dollara.“)

A.m.k. er milljarðurinn smá huggun fyrir Horschel að hafa ekki verið valinn í Ryderinn … það og að hann eiginkona hans Brittany eiga von á fyrsta barni sínu  n.k. laugardag og Horschel getur verið viðstaddur fæðinguna.