Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2011 | 15:30

Wahlin leiðir á Omega Dubai Ladies Masters

Lotta Wahlin frá Svíþjóð leiðir eftir 1. dag á Omega Dubai Ladies Masters. Hún átti glæsihring í dag eða eins og sagði á heimasíðu LET þá setti hún niður „Lotta birdies!“ M.ö.o. hún setti niður alls 7 fugla en fékk skolla á par-4 16. brautina.

Í 2. sæti er Becky Brewerton frá Wales, höggi á eftir Lottu. Þriðja sætinu deila 4 stúlkur: W-7 módelið finnska Minea Blomqvist, Julieta Granada frá Paraguay, Stacy Lee Bregman frá Suður-Afríku og  Linda Wessberg frá Svíþjóð, allar á 68 höggum í dag eða -4 undir pari.

Af stórstjörnum mótsins er eftirfarandi að frétta: Lexi Thomspon skilaði sér inn með hring upp á 70 högg og deilir 16. sætinu með öðrum;  Sophie Gustafson var á 71 höggi og er í 29. sæti ásamt öðrum;  Mel Reid var á 72 höggum og deilir 36. sætinu með öðrum; Christina Kim og Michelle Wie voru á 73 höggum og deila 53. sætinu með öðrum og loks voru Caroline Hedwall og Laura Davies á 75 höggum og eru í einu af neðstu sætunum eftir 1. daginn.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Omega Dubai Ladies Masters smellið HÉR: