Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2018 | 12:00

Vonn vonar að Tiger hafi náð sér og fari aftur að sigra í mótum

Fyrir keppnina í Vetrarólympíuleikunum 2018 í S-Kóreu, sem hefjast 9. febrúar nk. talaði fyrrum kærasta Tiger Woods, Lindsey Vonn við Tim Layden, fréttamann Sports Illustrated (skammst. SI) um „örin á 33 ára gömlum líkama hennar. Á hjarta hennar. Á sálu hennar. Á egói hennar,“ þ.á.m. einnig sambandið við Tiger Woods.

Vonn sagði þannig í viðtali við SI aðspurð hvort það væri góð hugmynd að vera í sambandi með svona frægum og alræmdum manni (sem Tiger var/er). Hún sagði:

Ég meina… ég var ástfangin. Ég elskaði hann og við erum enn vinir. Stundum vildi ég að hann hefði hlustað aðeins meir á mig … en hannn er mjög þrjóskur og hann fer eiginn leiðir. Ég vona að hann hafi náð sér og að „comeback-ið“ vari. Ég vona að hann fari aftur að sigra í mótum.“

Vonn og Woods áttu í sambandi í meira en tvö ár og hættu saman 2015. Á síðasta ári sagði Vonn í viðtali að það að slíta sambandinu hefði verið erfitt en þau hefðu gert það í góðu.

Tiger mun næst spila í Farmers Insurance Open á Torrey Pines, en mótið hefst 25. janúar n.k.