Vonn vill stuðning Tiger í Sochi
Frá því að Lindsey Vonn og Tiger Woods hófu samband sitt í vor hefir Vonn líklega sést meira á grasi en snjó.
Mestan part sumars hefir Vonn verið á hliðarlínum á golfvöllum víðsvegar um heiminn að hvetja betri helming sinn og hún er meðal þekktustu kæresta kylfingar um allan heim.
Hún var m.a. á Forsetabikarnum, þar sem hún var ákafur stuðningsmaður bandaríska liðsins…. auðvitað.

Cybi Kuchar eiginkona Matt Kuchar; Lindsey Vonn kæresta Tiger og Nadine Moze kæresta fyrirliða Forsetabikarsliðs Bandaríkjanna Fred Couples
En skv. ýmsum bandarískum heimildum virðist sem Tiger ætli ekki að endurgjalda greiðann á næsta ári á Vetrar-Ólympíuleikunum í Sochi.
Þegar Vonn var spurð að því að Access Hollywood hvort Tiger myndi hvetja hana áfram þegar hún hefur Ólympíutitlsvörn sína í bruni í Sochi svaraði hún bara stutt „við sjáum til“ ásamt „honum geðst ekkert að kulda.“
Sumar heimildir segja Vonn ævareiða yfir að Tiger styðji sig ekki líkt og hún er búin að styðja hann. Þannig segir einn heimildarmaðurinn í National Enquirer:
„Lindsey heimtar að komið sé fram við hana eins og jafningja, en heldur að Tiger líti aðeins á sig sem fallegan fylgihlut sinn, sem taki skíðaframa hennar ekki alvarlega.“
Hér er vert að geta að National Enquirer er jafn áreiðanlegur fréttamiðill og stjörnuspáin í Daily Star… en samt NE var a.m.k. fyrst til að birta fréttir af framhjáhaldi Tiger og þar sem er reykur er venjulega eldur.
Sami heimildarmaður segir að Lindsey og Tiger hafi rifist heiftarlega yfir tregðu hans að koma með til Sochi og bætir við:
„Lindsey sagði við Tiger: „Ég studdi þig þetta keppnistímabil. Nú er komið að þér að styðja mig. Ég er ekki bara klappstýra fyrir þig – ég er líka heimsklassa íþróttamaður !’”
Vonn sagði m.a. í viðtali við New York Times s.l. júní: „Sumir virðast gleyma því að ég er ekki bara kæresta Tiger.“
Tiger yrði svo sem ekkert að færa stórar fórnir fyrir að geta látið sjá sig í Sochi og styðja kærestu sína og veifa bandaríska fánanum á hliðarlínunni: Hann yrði að sleppa AT&T Pebble Beach National Pro-Am, sem hann hefir aðeins spilað í einu sinni frá árinu 2002; og the Northern Trust Open, sem hann hefir ekki leikið í frá árinu 2006.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024



