Vonn stríðir Tiger með Sammy
Leikmaður ársins 2013 á PGATour og 14 faldur sigurvegari risamóta, Tiger Woods og heimsmeistarinn í holukeppni 2013 Matt Kuchar unnu sinn leik í gær í Forsetabikarnum gegn þeim Angel Cabrera og ástralska nýliðanum í Alþjóðaliðinu, Marc Leishman.
Það sem fyndnast við viðureignina kom í raun ekki fyrr en verið var að fagna nýjustu hetjudáð Tiger (og Kuchar) þegar kæresta Tiger, Lindsey Vonn kynnti hann fyrir Sammy, íkorna sem aðstoðarfyrirliði liðs Bandaríkjanna Davis Love fann við 2. holu og keyrði um völlinnn með honum sem lukkudýr.
Hjátrúin var einfaldlega svo mikil. „Ég varð að halda honum meðan við vorum að vinna holur,“ sagði Love.
Lindsey náði í Sammy úr vasa Love eftir að Tiger var búinn að vinna og var að fylgjast með liðsfélögum sínum sem enn voru að spila. Hún setti Sammy síðan á öxl Tiger.
Þessu var Tiger alls óviðbúinn, hann gretti sig hrikalega og reyndi að hrista Sammy af sér, ekki viss hvað væri á öxl hans. Liðsfélagar hans hlógu mikið að aðförum Tiger að losna við litla loðdýrið.
„Ég veit ekki mikið um íkorna,“ sagði fyrirliðinn Fred Couples. „En þetta var hrikalega fyndið.“
Jafnvel Tiger hreifst af litla íkornanum eftir að hann hafði gert sér grein hvernig í pottinn var búið.
„Tiger líkaði við hann,“ sagði Love. „Og Lindsey elskar hann.“
Sjá má myndskeið af Love, Lindsey, Tiger og íkornanum Sammy með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
