Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2021 | 09:00

Viðtal við Harris English

Eftirfarandi viðtal við bandaríska kylfinginn Harris English, er þýðing á viðtali háskólafréttamiðilsins Bulldawg Illustrated, við hann, en English var einmitt í bandaríska háskólagolfinu á sínum tíma og spilaði með „The Dawgs“, sem er golflið University of Georgia.

Hér fer hluti viðtalsins:

English er spurður um líf sitt áður en hann hóf nám við University of Georgia (UGA):

Svar English:
Ég fæddist í Valdosta, Georgíu, (innskot: 23. júlí 1989 – Harris er 32 ára) en eyddi megninu af æsku minni í Moultrie. Ég bjó þar frá fimm ára aldri þar til rétt fyrir menntaskóla þegar ég fór í heimavistarskóla í Chattanooga, Tennessee, Baylor School. Mamma sendi mig vegna þess hversu gott bóklega námið þar er, meðan pabbi minn sendi mig í von um að ég nyti hvoru tveggja, fræðanna og íþrótta. Hins vegar, í báðum hlutum lífs míns, voru þetta mikil umskipti. Það var áskorun sem ég þurfti að takast á við. Markmið mitt var að fara í Division 1 háskóla og spila golf þar, svo með því að fara upp til Baylor í mikla samkeppni og taka þátt frábærum golfprógrömmun, það var þar, sem ég varð virkilega betri kylfingur. Sem betur fer réði ‘Haacker’ [þjálfarinn Chris Haack] mig og áður en ég vissi var ég í háskólanum í Georgíu (University of Georgia, skammst.: UGA)

Ákvörðunarferlið – Hvers vegna University of Georgia?

Árið áður en ég kom til Georgíu, 2005, unnu þeir landsmeistaratitil. Auk þess var ég að koma inn í prógramm þar sem ég ólst upp við að spila með mörgum eldri strákunum, sem og strákunum í bekknum mínum. Í bekknum mínum var ég með Russell Henley og Lowry Thomas, tveimur frábærum vinum mínum. Í bekknum fyrir ofan var Hudson Swafford. Ég meina Brian Harman, Michael Green, Rob Bennett, eru allt gaurar sem ég ólst upp að spila með. Á endanum var þetta auðveld ákvörðun og Georgía var það.

Hvers vegna eru Aþena og UGA sérstök fyrir þig?

Ég held vegna þess að þetta er stór fjölskylda. Frá því að ég flutti inn á East Campus þar til ég fór, var upplifunin sem ég fékk hér í Georgíu ótrúleg, frá upphafi til enda. Ég elska bara andrúmsloftið í Aþenu. Jafnvel þó ég væri ekki háskólanemi, gæti ég búið þar. Fólkið, samfélagið, það er virkilega sérstakt. Fólkinu blæðir rauðu og svörtu og mun gera allt fyrir hina í sínu samfélagi. Mér fannst það sem námsmaður-íþróttamaður. Það var fólk fyrir utan liðið mitt sem ég gat hallað mér að og gera allt fyrir mig. Háskólaárin mín fjögur voru æðisleg og þau liðu of hratt; ég naut hverrar sekúndu.

Haack yfirþjálfari og Douglas aðstoðarþjálfari

Haack þjálfari og Jim Douglas aðstoðarþjálfari minn voru ótrúlegir. Þeir voru ekki bara þjálfarar, þeir voru miklir vinir. Þeir voru föðurmyndir okkar allra; já, þeir voru harðir við okkur, en þeir héldu líka utan um okkur og lyftu okkur upp. Við vildum ekki sleppa þeim vegna þess að þeir ætluðu ekki að svíkja okkur. Uppáhaldsminningarnar mínar um þá tvo voru ferðalögin okkar. Ég held að þetta sé það sem skildi lið okkar frá öðrum. Heima möluðum við meira en nokkur annar í lyftingasalnum og á brautinni, en á veginum vorum við lausir, skemmtum okkur vel og þessir tveir gerðu þessa stemningu fyrir okkur. Þeir tveir höfðu einkennilegustu matarvenjur og hjátrú. Ég man að við vorum að spila á heimavelli háskólans í Texas, Morris Williams, og á lokadeginum vorum við í 2. eða 3. sæti. Ég sá Haacker ekki allan daginn. Hann fór í klúbbhúsið til að nota klósettið og við byrjuðum að spila vel, svo hann var bara þarna uppi í burtu og leyfði okkur að halda áfram að spila. Douglas þjálfari hafði þá hjátrú að ef við fengum fugl á meðan hann var að borða Twix, þá borðaði hann Twix allan daginn. Þeir voru ekki strangir; við skemmtum okkur þarna úti og þess vegna lékum við vel.

Uppáhalds augnablikið í UGA

Það var fyrsta árið sem NCAA mótið með holukeppnisfyrirkomulagi og við vorum að spila Oklahoma State. Þeir voru hitt stórliðið í háskólagolfinu. Það voru alltaf miklir bardagar milli liðanna. Brian Harman (UGA) mætti fyrir Rickie Fowler, og ég held að á síðustu fjórum holunum færðist skriðþunginn Brian í hag og hann fór með sigur af hólmi. Þetta var áður en þessum mótum var sjónvarpað á golfrásinni, en maður, ég vildi að það væri vegna þess að þetta var klassískt.

Hvernig undirbjó UGA Golf þig fyrir PGA mótaröðina?

Haacker stóð sig frábærlega í því að vera ekki með neina uppáhalds kylfinga. Fyrir hvert mót byrjuðum við upp á nýtt. Þetta voru bestu viðureignir okkar. Til þess að spila á mótinu þurftir þú að vera einn af 5 efstu í hópnum. Í Liðinu okkar var ótrúleg keppni, þannig að ef maður komst í gegnum niðurskurðinn og í golflið Georgíu þá komst maður inn á næsta mót með mikið af sjálfstrausti. PGA mótaröðin er ekkert öðruvísi. Daginn inn og út þarf maður að keppa, maður þarf að komast í mót, maður verður að vinna strákana til að halda áfram að spila. Að Haacker valdi ekki uppáhald gerði okkur öll jafnsett fyrir hvert mót og sá sem var að spila gott golf á þeim tíma, þeir spiluðu. Það var það sem gerði liðið okkar ekki gott, en frábært. Við gerðum hvort annað betra.

Halda Dawgs hópinn á  PGA Tour mótum?

Við höldum saman allan tímann. Að minnsta kosti einu sinni á ári reynum við öll að leigja hús saman fyrir mót, svo úti á Hawaii í ár vorum við um fimm eða sex í húsi. Þetta er í rauninni frábært bræðralag. Við elskum að sjá hvort annað ná árangri. Þegar ég kom fyrst í UGA voru það Kevin Kisner, Chris Kirk og Brendon Todd, sem tóku mig undir sinn verndarvæng, þegar ég var 15 eða 16 ára. Nú vil ég endurgjalda greiðann, svo aftur á móti reyni ég að passa upp á Keith MItchell, Greyson Sigg og Sepp Straka. Þess vegna er þetta svo flott bræðralag. Við sjáum hvor fyrir öðrum og við elskum allir að vera fulltrúi Háskólans í Georgíu (UGA). Hinir strákarnir á túrnum vita hverjir Georgíu strákarnir eru og  segja: „Maður, Georgia hefur tekið við túrnum.“

Ryder bikarinn

Þetta var ótrúleg upplifun. Síðan ég komst á túrinn (PGA Tour) hefur það verið markmið mitt, að vera fulltrúi Bandaríkjannaog spila í Ryder bikarnum. Það er æðsti heiður í þessari íþrótt að vera fulltrúi lands þíns og það hafði svo mikla þýðingu fyrir mig þegar ég var valinn. Ég var ekki aðeins fulltrúi lands míns heldur var ég fulltrúi Georgíu, Baylor School, Moultrie og St. Simons. Annar flottur hluti Rydersins er að maður spilar fyrir liðsfélaga sína. Ég hef ekki haft tækifæri til að gera það síðan ég var hér í Georgíu og ég saknaði þess. Ég elska þennan þátt í golfi að spila sem hópur: þú ert að spila fyrir einhvern annan en sjálfan þig.

Af hverju er St. Simons sérstakur fyrir þig?

Ég hef verið hér niðri síðan ég útskrifaðist frá Georgíu, og þetta samfélag er óviðjafnanlegt. Allt fólkið hérna niðri tekur höndum saman og hugsar um kylfingana sem búa hérna niðri og fjölskyldur okkar. Það er æðislegur lífsstíll hérna niðri; milli þess að fara á ströndina, spila á þessum ótrúlegu völlum og allt þar á milli, þá er þetta svo frábær lítill bær. Vonandi verð ég hér að eilífu.

Hvaða áhugamanni myndir þú vilja spila 18 holur með?

Ég þyrfti að fara með einhverjum fyndnum. Golf er svo alvarlegur leikur fyrir mig oftast, þannig að manneskja sem gæti haldið mér hlæjandi alla 18 myndi vera svo skemmtileg fyrir mig. Að spila með öðrum íþróttamanni, ekki einu sinni kylfingur myndi samt hafa þennan keppnisþátt á vellinum. Til að halda því létt á brautinni gætirðu valið hvaða grínista sem er og ég held að það sé sá sem ég myndi njóta þess að spila með 18 holur.

Hver er flottasti kylfingurinn sem þú hefur verið paraður með?

Ég held að ég nái vel saman með öllum á túrnum, en mér finnst mjög gaman að spila með strákum sem  lyfta leiknum þínum á stall. Ég elska gáfur eldri strákanna á túrnum, þannig að í hvert sinn sem ég er að spila með Jim Furyk, Zach Johnson, Davis Love eða einhverjum slíkum, þá er ég stöðugt að reyna að læra hluti af þeim og heyra lærdómsorð falla af vörum þeirra um hvernig á að nálgast leikinn.