Haukur Örn Birgisson, varaforseti GSÍ. Mynd: Golf 1 Forseti GSÍ segi ekki af sér!
Það er ömurlegt að þurfa að lesa á öðrum helsta golffréttamiðli þessa lands, Kylfingi, árásir á Forseta GSÍ, Hauk Örn Birgisson.
Ritstjóri þess góða miðils leyfir þar á grundvelli frændsemi sinnar við Margeir Vilhjálmsson, þeim manni að halda úti greinaflokki, Kylfukasti, en firrir sig jafnframt nokkurri ábyrgð og segir að skoðanir sem þar komi fram séu Margeirs en ekki Kylfings. Svona væntanlega til þess að bjóða lesendum sínum upp á spennandi, ögrandi gagnrýni án þess að þurfa sjálfur að bera nokkra ábyrgð.
Nýjasta grein Margeirs ber fyrirsögnina: „Kylfukast: Forseti GSÍ segir af sér.“
Staðhæft er í fyrirsögn að forseti GSÍ, Haukur Örn Birgisson, sé að segja af sér, sem er ekki rétt – heldur beinlínis villandi og röng fyrirsögn.
Helsti tilgangur Margeirs með skrifum sínum virðist oft bara vera sá að varpa rýrð á störf og skoðanir Forseta GSÍ og fá þar með einhverja útrás fyrir að hafa tapað í forsetakosningunum fyrir Hauki í árslok 2013. Eða hæðast að honum, líkt og hann gerir í greininni með því að líkja Hauki við Kim Jong Un.
Við skulum rifja forsetakosninganar 2013 upp: Þar vann sitjandi varaformaður GSÍ, Haukur Örn, yfirburðasigur yfir Margeiri, hlaut 121 atkvæði móti 29 atkvæðum Margeirs, 1 atkvæði var autt og 1 ógilt.
Grein Margeirs hefst síðan á jafn spennandi umfjöllunarefni og drykkjar- og fjölmiðlasmekk hans sjálfs sem lesendur ættu e.t.v. að lesa með sérstakri athygli, en afgangur greinarinnar er síðan pirringur Margeirs út af góðu viðtali Fréttablaðsins við Hauk Örn.
Margeir segir millifyrirsagnir viðtalsins „sláandi„:
1)10% Íslendinga spila golf. Er það ekki bara satt og rétt? – Spila ekki 33.000 Íslendingar golf? – en þar af eru um helmingur félagar í þeim 62 golfklúbbum, sem starfandi eru á Íslandi. Er ekki rétt að iðkendum golfs hafi fjölgað hvort heldur sem litið er 15 eða 60 ár aftur í tímann?
2) Heildarvelta golfklúbbanna er 2 milljarðar. Einfaldlega staðreynd.
3) Íslenskum atvinnukylfingum mun fjölga á næstu árum. Miðað við þann árangur sem íslensk börn og unglingar í golfi eru að ná er það nú bara ekkert ósennilegt. Og þau hafa óendanlega flotta fyrirmynd í Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR, sem náði þeim glæsilega árangri að komast á LET.
4) Telur íslenska golfvelli fyllilega samkeppnishæfa. Ekkert nema rétt sem Haukur Örn segir þar – vellir okkar eru mjög sérstakir og skemmtilegir, enda tjáir Margeir sig ekkert meir um þessa „sláandi“ fyrirsögn, frekar en þá sem hér fer á undan.
En Margeir klikkir út með það í lokinn að „Sú staðreynd að æðsti maður golfhreyfingarinnar á Íslandi hafi hvorki betri sýn, skynbragð né skilning á íþróttinni en raun ber vitni í téðu viðtali sé í besta falli sorgleg. Þetta viðtal ætti að mínu mati ekki að túlka sem neitt annað en opinbert uppsagnarbréf, en svo verður nú líkast til ekki.“
Þar ratast Margeiri loks rétt orð um munn sem taka má undir … þ.e. að af afsögn Hauks Arnar verði nú líkast til ekki, sem er aftur í hrópandi andstöðu við fyrirsögn greinarinnar, þar sem staðhæft er að forsetinn segi af sér, sem virðist einskonar óskhyggja, ja mér liggur við að segja þráhyggja greinarhöfundar.
Það er vonandi að Haukur Örn sitji sem lengst – hann hefir staðið sig ákaflega vel í þau nú tvö ár sem hann hefir gegnt störfum forseta GSÍ.
Af fjölmörgu, sem Haukur Örn hefir afrekað á stuttri forsetatíð sinni og er í raun efni í aðra grein nægir að benda á að enginn forseti GSÍ á undan honum hefir t.a.m. verið kosinn í framkvæmdastjórn EGA, en kosning Hauks Arnar í framkvæmdastjórn EGA var stórglæsileg og eflir hróður og orðspor íslensks golfs út á við – en sú kosning fór fram í vöggu golfíþróttarinnar St. Andrews. Það er ekki aðeins að íslenskir kylfingar séu að vinna stórafrek í golfíþróttinni, heldur eru þau einnig unnin innan æðstu stjórnsýslu hennar hérlendis … af forseta GSÍ, Hauki Erni Birgissyni.
Öfunds- og óánægjupistlar, s.s. þann sem lesa mátti á Kylfingi í dag – eru einfaldlega ekki sæmandi.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
