Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2015 | 23:57

Nýju stúlkurnar á LET 2015: Carmen Alonso (19/34)

Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó.

Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku.

Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015.

Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34.

Nú hafa allar stúlkur verið kynntar sem urðu í 17.-34. sætinu.

Næst verða kynntar tvær stúlkur sem urðu í 15.-16. sætinu, en þær léku á samtals 2 undir pari. Þetta eru þær  Steffi Kirchmayr frá Þýskalandi og Carmen Alonso, frá Spáni.

Sú sem kynnt verður í dag er spænska stúlkan Carmen Alonso.  Hún var á samtals 2 yfir pari, skorinu 358 höggum (72 70 71 71 74)

Carmen Alonso fæddist í Valladolid á Spáni 15. júli 1984 og er því 30 ára.

Eftir frábæran áhugamannaferil náði Carmen 30. sætinu í Q-school LET árið 2005, þar sme hún spilaði sem áhugamaður.

Hún gerðist þá þegar atvinnumaður í golfi og var þegar 2005 komin með fullan spilarétt á LEB.

Carmen varð European Junior Champion árin 2002 og 2004 og var spænskur meistari áhugamanna 2004.

Carmen varð líka European Amateur Champion árið 2003 og vann the Sherry Cup árið 2001.

Alonso spilaði á LET sem áhugamaður á Spanish Open árin 2002 og 2003 og var besti árangur hennar 18. sætið árið 2003.

Áhugamál Alosnso eru fótbolti, körfubolti, kvikmyndir og að fara út með vinum.