Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2014 | 16:30

Gísli Sveinbergs bestur íslensku keppendanna e. 2. dag EM karlalandsliða – lék á 70 höggum!

Gísli Sveinbergsson úr GK lék best okkar manna á 2. degi EM karlalandsliða sem fram fer í Finnlandi. Hann fór upp skortöfluna um heil 28 sæti!!! Keppt er á Linna golfvellinum sem er staðsettur um 100 km frá Helsinki rétt utan við bæinn, Hämeenlinna. Hægt er að nálgast ítarlegar upplýsingar um mótið og skor keppenda má finna með því að  SMELLA HÉR:

Keppnisfyrkomulag: Að loknum höggleik fyrstu tvo dagana verður liðum raðað í tvo riðla, A og B, eftir árangri. Fyrstu 8 leika í A riðli og keppa um Evrópumeistaratitilinn á þremur dögum í holukeppni, sæti 1 gegn 8, 2 gegn 7 osfrv. Sæti 9-16 keppa einnig í holukeppni, þjóð gegn þjóð, um að halda þátttökurétti sínum í keppninni að ári, en 13 efstu fá þátttökurétt á næsta ári.

Árangur íslensku keppendanna á EM karlalandsliða e. 2. dag er eftirfarandi:

T36 – Gísli Sveinbergsson, Golfklúbbnum Keili, samtals á sléttu pari, 144 höggum (74 70).

T44– Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Golfklúbbi Reykjavíkur, samtals á 1 yfir pari, 145 höggum (72 73).

T72 – Haraldur Franklín Magnús, Golfklúbbi Reykjavíkur, samtals á 5 yfir pari, 149 höggum (73 76).

T82 – Andri Þór Björnsson, Golfklúbbi Reykjavíkur,  samtals á 7 yfir pari, 151 höggi (79 72).  Bætti sig um heil 7 högg í dag!!!

T89 – Bjarki Pétursson, Golfklúbbi Borgarness,  samtals á 8 yfir pari, 152 höggum (81 71).  Bætti sig um heil 10 högg í dag!!!

T89 – Ragnar Már Garðarsson, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar,  samtals á 8 yfir pari, 152 höggum (77 75).  Bætti sig um 2 högg í dag!!!

____________________________

 

Þjálfari: Birgir Leifur Hafþórsson

Liðsstjóri: Gauti Grétarsson

 

Fimm bestu skorin telja eftir hvern dag í höggleiknum.