Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari. Mynd Golf 1. Val landsliðsþjálfara í afrekshópa
Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari í golfi hefur valið í afreks-og boðhópa GSÍ (A og B), að baki valinu liggja viðmiðunarreglur afreksstefnu GSÍ. Afrekshópur A er skipaður þeim kylfingum sem sýndu hvað bestan árangur í sínum flokkum á seinasta tímabili og í boðshópi (B) verða kylfingar sem ekki skipa Team Iceland eða A hóp en falla þó undir viðmiðunarreglu. Í kringum áramót verða svo 2-6 kylfingar valdir úr A hópi til að skipa Team Iceland hópinn.
Að sögn Úlfars þá er hann ánægður með þann árangur sem náðist á árinu hér heima í mótaröðunum og einnig á mótum erlendis. Það sem stendur uppúr árangurslega í mótum erlendis er sigur Ragnars Más á Duke of York segir Úlfar. Hann fylgdi í fótspor Guðmundar Ágústs sem hafa sýnt að við höfum getu og möguleika til að sigra á sterkum mótum. Áttunda sætið hjá Axel á EM einstaklinga, sem er eitt allra sterkasta áhugamannamót heims, er frábær árangur. Margir hafa náð mjög góðum árangri í háskólamótum nú í haust, m.a. Valdís sem sigraði á sterku móti í september.
Breiddin hefur aukist hjá Íslenskum kylfingum segir Úlfar, fleiri kylfingar eru tæknilega góðir og geta náð lágum skorum. Hinsvegar á sama þróun sér stað í nágrannalöndunum, og nýjar þjóðir sem við höfum áður kannski ekki litið á sem golfþjóðir, eru að bætast við og koma fram með mjög góða kylfinga. Sem sagt, samkeppnin eykst! Þetta þýðir, að til að ná því markmiði að komast í fremstu mótaraðir atvinnumanna, þá þarf að vinna mjög fagmannlega á öllum sviðum.
| Afrekshópur GSÍ | Fæð.ár | Hópur | Skilgreining | |
| Konur | ||||
| Berglind Björnsdóttir | GR | 92 | A | Nr. 3 í flokki 19-21 árs |
| Ólafía Þórunn Kristinsdóttir | GR | 92 | A | Afrekskylfingur skvmt viðmiðum |
| Signý Arnórsdóttir | GK | 90 | A | Efst í flokki 22 ára og eldri |
| Tinna Jóhannsdóttir | GK | 86 | A | Nr. 2 í flokki 22 ára og eldri |
| Valdís Þóra Jónsdóttir | GL | 89 | A | Val landsliðsþjálfara |
| Stúlkur 18 ára og yngri | ||||
| Sunna Víðisdóttir | GR | 94 | A | Afrekskylfingur skvmt viðmiðum |
| Guðrún Brá Björgvinsdóttir | GK | 94 | A | Afrekskylfingur skvmt viðmiðum |
| Anna Sólveig Snorradóttir | GK | 95 | A | Efst í flokki 17 ára |
| Gunnhildur Kristjánsdóttir | GKG | 96 | A | Efst í flokki 16 ára |
| Ragnhildur Kristinsdóttir | GR | 97 | A | Afrekskylfingur skvmt viðmiðum |
| Karlar | ||||
| Andri Þór Björnsson | GR | 91 | A | Nr. 3 í flokki 19-21 árs |
| Arnór Ingi Finnbjörnsson | GR | 89 | A | Val landsliðsþjálfara |
| Axel Bóasson | GK | 90 | A | Afrekskylfingur skvmt viðmiðum |
| Birgir Leifur Hafþórsson | GKG | 76 | A | Afrekskylfingur skvmt viðmiðum |
| Guðmundur Ágúst Kristjánsson | GR | 92 | A | Val landsliðsþjálfara |
| Haraldur Franklín Magnús | GR | 91 | A | Efstur í flokki 19-21 árs |
| Kristján Þór Einarsson | GK | 88 | A | Val landsliðsþjálfara |
| Ólafur Björn Loftsson | NK | 87 | A | Val landsliðsþjálfara |
| Rúnar Arnórsson | GK | 92 | A | Nr. 2 í flokki 19-21 árs |
| Þórður Rafn Gissurarson | GR | 87 | A | Nr. 2 í flokki 22 ára og eldri |
| Piltar 18 ára og yngri | ||||
| Bjarki Pétursson | GB | 94 | A | Nr. 2 í flokki 18 ára |
| Ragnar Már Garðarsson | GKG | 95 | A | Efstur í flokki 17 ára |
| Aron Snær Júlíusson | GKG | 96 | A | Efstur í flokki 16 ára |
| Birgir Björn Magnússon | GK | 97 | A | Val landsliðsþjálfara |
| Gísli Sveinbergsson | GK | 97 | A | Afrekskylfingur skvmt viðmiðum |
| Óðinn Þór Ríkharðsson | GKG | 97 | A | Nr. 2 í flokki 15 ára |
| Fannar Ingi Steingrímsson | GHG | 98 | A | Afrekskylfingur skvmt viðmiðum |
| Henning Darri Þórðarson | GK | 98 | A | Efstur í flokki 14 ára |
| Kristján Benedikt Sveinsson | GA | 99 | A | Afrekskylfingur skvmt viðmiðum |
| Boðshópur | Fæð.ár | Hópur | Skilgreining | |
| Konur | ||||
| Eygló Myrra Óskarsdóttir | GO | 91 | B | Val landsliðsþjálfara |
| Karen Guðnadóttir | GS | 92 | B | Nr. 2 í flokki 19-21 árs |
| Ingunn Gunnarsdóttir | GKG | 90 | B | Val landsliðsþjálfara |
| Stúlkur 18 ára og yngri | ||||
| Halla Björk Ragnarsdóttir | GR | 94 | B | Nr. 2 í flokki 18 ára |
| Guðrún Pétursdóttir | GR | 95 | B | Nr. 2 í flokki 17 ára |
| Særós Eva Óskarsdóttir | GKG | 95 | B | Val landsliðsþjálfara |
| Sara Margrét Hinriksdóttir | GK | 96 | B | Nr. 2 í flokki 16 ára |
| Birta Dís Jónsdóttir | GHD | 97 | B | Nr. 2 í flokki 15 ára |
| Eva Karen Björnsdóttir | GR | 98 | B | Val landsliðsþjálfara |
| Saga Traustadóttir | GR | 98 | B | Efst í flokki 14 ára |
| Þóra Kristín Ragnarsdóttir | GK | 98 | B | Nr. 2 í flokki 14 ára |
| Karlar | ||||
| Alfreð Brynjar Kristinsson | GKG | 85 | B | Val landsliðsþjálfara |
| Guðjón Henning Hilmarsson | GKG | 88 | B | Val landsliðsþjálfara |
| Arnar Snær Hákonarson | GR | 89 | B | Val landsliðsþjálfara |
| Andri Már Óskarsson | GHR | 91 | B | Val landsliðsþjálfara |
| Dagur Ebenezersson | GK | 93 | B | Val landsliðsþjálfara |
| Piltar 18 ára og yngri | ||||
| Emil Þór Ragnarsson | GKG | 94 | B | Efstur í flokki 18 ára |
| Egill Ragnar Gunnarsson | GKG | 96 | B | Nr. 2 í flokki 16 ára |
| Atli Már Grétarsson | GK | 98 | B | Val landsliðsþjálfara |
| Eggert Kristján Kristmundsson | GR | 98 | B | Val landsliðsþjálfara |
| Helgi Snær Björgvinsson | GK | 98 | B | Val landsliðsþjálfara |
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
