Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, gengur yfir á 15. flöt í Grafarholtinu. Hún varð í 2. sæti aðeins 14 ára á síðasta móti Eimskipsmótaraðarinnar 2012, Síma mótinu. Glæsilegt!!! Mynd: Golf 1 Afmæliskylfingur dagsins: Ragnhildur Kristinsdóttir – 6. september 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Ragnhildur Kristinsdóttir, GR. Hún er fædd 6. september 1997 og á því 15 ára afmæli í dag. Ragnhildur er einfaldlega ein af okkar alefnilegustu ungu kvenkylfingum og árið 2012 er búið að vera henni gott. Hún er Íslandsmeistari í telpnaflokki í höggleik og varð í 2. sæti á Íslandsmóti unglinga í holukeppni. Ragnhildur sigraði telpnaflokkinn á Unglingamótaröð Arionbanka, þ.e. 6. mótið á Urriðavelli, 3. mótið á Korpúlfsstaðavelli og varð í 2. sæti á 2. mótinu að Hellishólum og í 3. sæti á 1. móti tímbilsins á Skaganum, þ.e. í verðlaunasæti á öllum mótum Unglingamótaraðar Arion banka.
En Ragnhildur lét ekki við það sitja. Aðeins 14 ára keppti hún á mótaröð þeirra bestu á Íslandi: Eimskipsmótaröðinni; tók þátt í 1. móti tímabilsins á Leirunni og á 6. og síðasta mótinu náði hún þeim stórglæsilega árangri að landa 2. sætinu á heimavelli sínum, Grafarholtsvelli.
Ragnhildur er jafnframt Íslandsmeistari með sigurkvennasveit GR í sveitakeppni GSÍ 2012 (NB! Langyngst 14 ára!!!);
Ragnhildur hefir líka keppt erlendis í ár og gengið virkilega vel og fengið dýrmæta reynslu. Hún tók t.a.m. þátt á Junior Open Championship, sem fram fór á Fairhaven golfvellinum í Lancashire, Englandi en þar heilsaði meistari Opna breska 2011, Darren Clarke m.a. upp á Ragnhildi. Eins stóð Ragnhildur sig vel á Finnish International Junior Championship, sem fram fór í Vierumäki í Finnlandi, í júní s.l. Loks er e.t.v. vert að nefna að Ragnhildur er í afrekshópi GSÍ og tók m.a. þátt í æfingaferð til Eagle Creek í Flórída fyrr á árinu.
Að lokum mætti geta að Ragnhildur er hluti af Reykjavíkurúrvalinu sem keppir við bestu kylfinga landsbyggðarinnar um KPMG bikarinn á morgun!
Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan:
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dow Finsterwald, 6. september 1929 (83 ára); Stephen Gangluff, 6. september 1975 (37 ára)
….. og …..
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024



