Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2017 | 11:00

Vísindalegar aðferðir Bryson DeChambeau fanga athygli golfstjarnanna fyrir Opna breska

Bryson DeChambeau fór á æfingapúttflötina fyrir framan art deco klúbbhúsið í gær með meters langa stál reglustriku, penna og langan pútter sem var með grip á við axarskaft.

DeChambeau, maðurinn sem er með háskólagráðu í eðlisfræði og der sem líkist því sem Ben Hogan klæddist hefir fengið athygli fyrir það þegar kemur að vísindalegri nálgun þess sem venjulega er nefnt „touch gam“e. Sköftin á járnum hans eru öll 37,5 þumlunga, sem er eins og venjulegt 7-járn og kylfuhöfuðin vega öll 278 grömm sem leiða til stöðgri sveiflu og bæta bolta kontaktinn.

Hinn 23 ára Kalirforníubúi, sem býr í Dallas var síðasti maður inn á Opna breska eftir að hafa sigrað John Deere Classic í Illinois sl. sunnudag með því m.a. að fá 6 fugla á síðustu 9 holum og vegna sigursins fór hann upp 80 sæti á heimslistanum í 34. sætið.

DeChambeau á fyllilega skilið þátttökuréttinn á fyrsta Opna breska sínu eftir að hafa hafnað að taka þátt í bæði Opna breska og bandaríska á sl. ári  en hann var það ár lægsti áhugamaðurinn á Masters risamótinu; þó verkfæri hans og nálgun við golfleikinn sé umdeildur hjá sumum og undrunarefni annarra.

Meðal æfinga á 2. degi hans var 14 holu æfingahringur með Jason Day m.a. en leikurinn var óstöðugur vegna flugþreytu og breytinganna frá hinum mildu kringumstæðum í Illinois til hvassviðrisins á Royal Birkdale, en hann var þolinmóður við áhorfendur og tók við óskum þeirra um gott gengi hans í risamótinu.

Þegar æfingaleikurinn tafðist við par-3 4. holuna fékk 2015 Opna bandaríska meistarinn Day að líta í poka DeChambeau þar sem pútterinn er á sama stað og dræverinn og Ástralanum var sýnd „til hliðar aðferð“ DeChambeau, sem hann hefir þurft að hverfa frá um tíma.

Day er ekki eina stjarnan sem er hrifinn af DeChambeau, sem finnst mikið til um athyglina sem hann fær.

Þeir virðast allir hafa áhuga á því sem ég er að gera og líta í pokann og spyrja mig, en þeir vilja ekki fara alla leið og reyna sjálfir.  Þeir komast ekki öðruvísi að því að þetta er betra,“ sagði DeChambeau.  „Ég held bara áfram að gera það sem ég er að gera. Ég geri þetta á minn hátt, á þann hátt sem með finnst þægilegur. Og ég vann nú s.l. helgi!

Kjarni stíls DeChambeau á teig og brautum en að taka styttri, beinni sveiflur með framhandleggina í línu við skaftið og úr meira uppréttri stöðu en er venjan, en takmarkið er að sveifla á stöku plani. Ef þetta hljómar flókið, þá eru það púttin hans sem hann er enn að þróa og sem stendur er hann uppréttur með skaftið í línu við innverðan vinstri handlegg.

Bandaríska golfsambandið hefir dæmt svo að einn side-on-pútter (þ.e. til-hliðar pútter) hans sé ekki í samræmi við golfreglur þar sem hann telur pútterinn ver uppstillingar tæki og R&A er sér þess meðvitað og vilja gjarnan hjálpa.

Við höfum okkar útbúnaðar-viðmiðunar fólk hér sem myndi gjarnan vilja setjast niður með honum og ganga úr skugga um að það séu engin vandamál,“ sagði aðalframkvæmdastjórinn Martin Slumbers. „Ég vona að það séu ekki nein (vandamál) því hann (DeChambeau) er frábær, ungur og spennandi kylfingur.

DeChambeau, sem ásamt þjálfara sínum til margra ára þróaði fyrsta kylfusettið þar sem kylfurnar voru allar að sömu lengd, aðeins 17 ára, með því skera niður sköft sem kylfusponsor hans, Cobra sá honum fyrir, er að þróa annan pútter en mun halda sig við þann sem leiddi til fuglasöngsins á síðustu 9, síðasta sunnudag.

Það er erfitt að breyta kylfunni (pútternum) á þessum stutta tíma þannig að ég held mig við þessa sem ég er með núna, en side-on pútterinn (til-hliðar pútterinn) er jafnvel betri,“ sagði DeChambeau loks.

Markmið hans er að komast gegnum niðurskurð á Opna breska.