Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 6. 2016 | 07:45

Vinsælustu erlendu, almennu og íslensku golf- fréttir á Golf 1 árið 2015 (7/15)

Ef teknar eru 150 vinsælustu greinarnar, þ.e. 5,5% af þeim sem mest voru lesnar af þeim 2700, sem skrifaðar voru á Golf 1, árið 2015 þá kemur í ljós að skiptingin er að um 70 íslenskar greinar er að ræða, 61 útlenda og 19 greinar um hlutlaus efni, þ.e. bæði íslenskt eða erlent, þar sem fjallað er um golf almennt.

Í gær voru 61 vinsælustu erlendu fréttirnar af þessum 150 mest lesnu golffréttum á Golf 1 árið 2015 kynntar og í dag verður fram haldið með vinsælustu almennu og 70 íslensku fréttirnar.  Fagnaðarefni er að nánast helmingurinn af 150 vinsælustu greinum á Golf 1 er innlent efni.

Í dag verður fyrst gerð grein fyrir þessum vinsælustu almennu greinunum af 150 greinum, en þær eru 19 og verða fyrst kynntar grein nr. 11.-19:

11 Kylfingur með 3 ása á ótrúlegum hring upp á 57!!!    
12 Í gallabuxum á golfvelli?
13 Topp 10 geðluðruköst í golfinu    
14 Kylfingur meðal mest hötuðu íþróttamanna heims 
15 Atvinnukylfingar fá fullt af fríu stuffi á mótum sem þeir taka þátt í
16 15 ríkustu læknar í heimi – Hversu margir þeirra skyldu spila golf?
17 Golfútbúnaður: 10 bestu járnin 2015 – Myndskeið
18 Golfmynd dagsins
19 Stríðni við vin sem er að fara að taka fyrsta arnarpúttið sitt – Myndskeið