Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2016 | 10:45

Vinsælustu erlendu, almennu og íslensku golf- fréttir á Golf 1 árið 2015 (6/15)

Ef teknar eru 150 vinsælustu greinarnar, þ.e. 5,5% af þeim sem mest voru lesnar af þeim 2700, sem skrifaðar voru á Golf 1, árið 2015 þá kemur í ljós að skiptingin er að um 70 íslenskar greinar er að ræða, 61 útlenda og 19 greinar um hlutlaus efni, þ.e. bæði íslenskt eða erlent, þar sem fjallað er um golf almennt.

Í dag verður gerð grein fyrir þessum 150 greinum og verður fyrst kynnt sextíuogein erlend frétt, sem var vinsælust á Golf 1, árið 2015. Síðan verða 19 vinsælustu greinarnar um golf almennt kynntar og endað á 70 vinsælustu íslensku golfgreinunum.

Hér fara 10 vinsælustu erlendu fréttirnar á Golf 2015 (þ.á.m. er nr. 1 sú vinsælasta á Golf 1 árið 2015):

1 Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Cheyenne Woods (35/45)  
2 Keegan Bradley grínast með hvað Luke Donald er stuttur af teig    
3 PGA: DJ rekinn eftir fall á lyfjaprófi  
4 Svindlaði ZJ á Opna breska? 
5 The Masters 2015: Hver er Annie Verret?
6 Raunveruleg ástæða sambandsslita Wood og Vonn: Framhjáhald! 
7 Henrik Stenson reiður út í starfsmenn á Arnold Palmer Inv. 
8 Elín Nordegren einhleyp á ný
9 PGA:  Versta högg á ferli Tiger? 
10 Á Tiger í ástarsambandi við Amöndu Dufner?