Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2016 | 10:00

Vinsælustu erlendu, almennu og íslensku golf- fréttir á Golf 1 árið 2015 (15/15)

Ef teknar eru 150 vinsælustu greinarnar, þ.e. 5,5% af þeim sem mest voru lesnar af þeim 2700, sem skrifaðar voru á Golf 1, árið 2015 þá kemur í ljós að skiptingin er að um 70 íslenskar greinar er að ræða, 61 útlenda og 19 greinar um hlutlaus efni, þ.e. bæði íslenskt eða erlent, þar sem fjallað er um golf almennt.

Hér á fyrstu dögum 2016 hafa vinsælustu erlendu og almennu fréttirnar af þessum 150 mest lesnu golffréttum á Golf 1 árið 2015 verið kynntar sem og þær íslensku golfgreinar sem voru nr. 11.-70 að vinsældum 2015.

Nú á bara eftir að kynna topp-10 vinsælustu greinarnar á Golf 1 og hefir það að nokkru verið gert áður:

Hér fara þær þær íslensku greinar sem voru í 1.-10. sæti af 150 að vinsældum á Golf 1 árið 2015:

1 Ólafía Þórunn: „Þetta var rosalegt“
2 Takið þátt í rannsóknarverkefni um golf!   
3 Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór sigraði á Red Wolves Intercollegiate!!!  
4 GK: Fjölmennið á styrktarmót kvennanefndar  
5 GSG: Árni Þór Freysteinsson sigraði í fyrsta mótinu á Kirkjubólsvelli 2015  
6 Glæsilegur árangur í Skotlandi   
7 Hugarfarið breyttist þegar Íslandsmeistarinn Signý Arnórsdóttir eignaðist soninn Styrmi viðtal úr 5. tbl. Golf á Íslandi 2015  
8 Glæsilegur árangur 11 ára stráks – Böðvars B. Pálssonar á 1. maí mótinu á Hellu!
9 GL: Skemmtileg auglýsing fyrir Garðavöll  
10 Bandaríska háskólagolfið: Hrafn í 1. sæti á North Greenville Inv.!!!