Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2015 | 14:00

Vinsælasta golffréttaefni á Golf 1 árið 2014 (1/5)

Það voru yfir 3600 greinar skrifaðar á árinu 2014 á Golf 1, sem er langmesta fréttamagn á einum golfvef á Íslandi í dag.  Þetta gerir u.þ.b. 10 birtar greinar á hverjum einasta degi ársins og er fjölgun á birtum greinum frá árinu 2013.

Hér birtast 50 vinsælustu golffréttaefnin á Golf 1 árið 2014 af 3600, langflest golfgreinar en í þessari talningu eru einnig vinsælustu myndseríurnar.  Efnið er bútað niður í 5 greinar og 10 vinsælustu golffréttaefnin birt hverju sinni og byrjað á því sem var í 50. sætinu og síðan talið upp í það sem vinsælast var.  Hér birtist fyrsta greinin þ.e. vinsælasta golffréttaefni Golf 1 2014  í 50. sæti upp í 41. sætið.

Af því 50 vinsælasta, þ.e. mest lesna eða skoðaða efninu á Golf 1, 2014, þá er gaman að segja frá því að tvær vinsælustu greinarnar eru íslenskar en alls er meirihlutinn eða 33 af 50 vinsælustu greinunum af 3600 NB!!! og myndaseríunum ÍSLENSKAR, en ekki þýtt erlent fréttaefni.

Einnig er gaman að segja frá því að af 50 vinsælasta fréttaefninu á Golf 1 árið 2014 koma kvenkylfingar við sögu í 23, eða næstum helmingi, en einhvern tímann heyrðist fleygt á ritstjórnarfundi eins golffréttavefs forðum daga að efni um kvenkylfinga væri bara alls ekki vinsælt og því ætti í mun minna mæli að vera að skrifa um þær, en annað sem forgang hefði!

Golf 1 hefir allt frá upphafi leitast við að hafa hlutföll kynja í fréttavali sínu sem jafnast, en það er einstaklega ánægjulegt að vinsælasta fréttaefnið sem þið lesendur einir hafið áhrif á að velja, skuli endurspegla að kvenkylfingar eru alveg jafn áhugavert fréttaefni og annað.

Af erlendum fréttum er hlutur nr. 1 á heimslistanum þ.e. Rory McIlory fyrirferðarmikill en greinar um hann eru gríðarlega vinsælt fréttaefni og á topp-50 eru 5 greinar eða 10% greinanna bara um Rory, sem eru mest lesnu greinarnar um (ein)stakan kylfing.  S.l. ár 2014 voru fréttir af kvennamálum kappans sérlega margar og jafn vinsælar ef ekki vinsælli en glæsilegur árangur hans á golfvellinum.

Myndaseríur Golf 1 eru eftir sem áður vinsælar og eru þær 11 af 50 vinsælasta efninu á Golf 1, 2014; 10 íslenskar myndaseríur og 1 erlend.

Hér á eftir fer listi yfir það sem var í sæti 50 til 41 af ríflega 3600 birtum greinum og öðru efni þ.e. vinsælsasta/mest lesna golffréttaefnið á Golf 1 á árinu 2014:  (Ath! Smellið á undirstrikuðu fyrirsagnirnar til þess að sjá greinarnar/myndaseríurnar): 

41. sæti Íslandsbankamótaröðin 2014 (1): Henning Darri sigraði í drengjaflokki

42. sæti Rory á skilið afsökun

43. sæti GK: Frábær Ryderbikarkeppni Keiliskvenna!

44. sæti Læknar – Lögmenn á Urriðavelli 17. ágúst 2014

45. sæti 50 ára afmælismót GS – 5. apríl 2014      

46. sæti  Eimskipsmótaröðin 2014 (5) – Íslandsmótið í höggleik hjá GKG – 3. dagur – 26. júlí 2014 – Myndasería

47. sæti Rory og vinur hans skemmtu sér með 4 stúlkum á hóteli í Manchester

48. sæti Hrafni boðin þátttaka í eitt af glæsislegustu boðsmótum Bandaríkjanna

49. sæti Áskorun Birgis Leifs vekur heimsathygli

50. sæti Viðtalið: Birgir Björn Magnússon, GK