Viðtalið: Víðir Jóhannsson – GÞH
Viðtalið í dag er við kylfing, sem er mörgum að góðu kunnur, en það er eigandi Hellishóla í Fljótshlíðinni.
Fullt nafn: Víðir Jóhannsson.
Klúbbur: GÞH.
Hvar og hvenær fæddistu? 31. júlí 1956
Hvar ertu alinn upp? Í Reykjavík.
Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er málarameistari að mennt – en keypti Hellishóla f. 12 árum og er að byggja staðinn upp.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég er í sambúð með Joanna Grudzinska og það spilar helmingurinn af fjölskyldunni golf.

Hamingjusöm: Víðir og Joanna að Hellishólum. Mynd: Golf 1
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Það eru 20 ár síðan, en ég spilaði þegar ég var 10-11 ára og sem unglingur.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Ég byrjaði bara á eiginn spýtur
Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Skógar – þú þarft meira að nýta þekkingu þína og þetta er meira challenge.
Hvort líkar þér betur: holukeppni eða höggleikur? Holukeppni – maður hefur meiri tækifæri eftir.

Kemur ekki á óvart að Hellishólar eru uppáhaldsgolfvöllur Víðis á Íslandi. Mynd: Golf 1
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir þinn/þínir á Íslandi? Hellishólar – ástæðan: völlurinn er einn af fáum golfvöllum á Íslandi sem maður þarf virkilega að spá í hvar boltinn lendir og nota alla kylfurnar í pokanum.

Eyjafjallajökull tignarlegur – séð frá 4. braut Hellishóla. Mynd: Golf 1
Hefir þú spilað alla velli á Íslandi – Ef ekki nefna hversu marga af þeim 62 golfvöllum Íslands, þú hefur spilað á? Flestalla – á eftir Vestfirði.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum (nema á Íslandi)? Buena Vista á Tenerife.

Frá uppáhaldsgolfvelli Víðis erlendis: Buenavista á Tenerife.
Hver er sérstæðasti golfvöllur, sem þú hefur spilað á? La Ramblas – hann refsar manni gríðarlega og er á mörkunum að vera golfvöllur.

Frá Las Ramblas golfvellinum.
Hvað ertu með í forgjöf? 4.
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? 69 á La Finca.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Hola í höggi – f. 2 árum á La Finca.

Frá La Finca í Alicante á Spáni þar sem Víðir hefir farið holu í höggi
Spilar þú vetrargolf? Ekki á Íslandi – erlendis í heitum löndum – uppáhaldsland: Thaíland Burapa.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Ég er aldrei með neitt – kannski vatn.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Já, ég er Íslandsmeistari í júdó 15 ára – Íslandsmeistari í glímu 10 ára.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Ribeye-steak. Uppáhaldsdrykkur? Vatn. Uppáhaldsbók? The Secret of Life – Þetta er bók sem svarar því af hverju þú getur þetta en ekki hinn – þú biður umheiminn um e-hv sem þig langar í – ef þig langar nógu mikið í það færðu það. Þetta er viðtalsbók við helstu fræðimenn í heimi af hverju velgengni og árangur sumra manna er meiri en annar. Uppáhaldstónslist? Kántrí – Pavarotti – Clyderman – Pop. Uppáhaldskvikmynd? Avatar. Uppáhaldsgolfbók? Tiger Woods bókin.

Clayderman er einn uppáhaldstónlistarmanna Víðs
Notarðu hanska, ef svo er hvaða? Já, ég nota þann, sem að passar mér hverju sinni.
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Kk: Gary Player. Kvk: Laura Davies.
Hvert er draumahollið? Ég og….. (nefna 3 fylla ráshópinn): Joanna, Tiger Woods and Laura Davies.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Allar kylfur eru uppáhalds en ég er með Taylormade trékylfur Ping járn og Scotty Cameron pútter sem ég er búinn að eiga í 20 ár.
Hefir þú verið hjá golfkennara? Já. Viktor og Sigga Palla.
Hver er besti golfkennari á Íslandi? Siggi Palli.

Sigurpáll Geir Sveinsson, afmæliskylfingur dagsins á Golf 1 í dag, 12. júní 2016 er að mati Víðis besti golfkennari á Íslandi. Mynd: Golf 1
Ertu hjátrúarfullur? Stundum – Farinn að byggja upp sjálfstraust ef illa gengur á golfvellinum. Hvernig? Fyrst og fremst með því að hugsa ekki um slæmu höggin.
Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu? Að hafa gaman.
Hvað finnst þér best við golfið? Útiveran og glíma við sjálfan sig.
Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? 60%
Kanntu einhverja skemmtilega sögu af þér á golfvellinum eða geturðu sagt frá einhverju vandræðalegu sem fyrir þig hefir komið í golfi?: Það er allt skemmtilegt við golf – jú kannski er ein saga. Ég spilaði spilaði eitt sinn golf í Skotlandi og við ákváðum eftir fótboltaleik að fara að spila golf. Ég var í sparifötum og völlurinn lengst upp í sveit, en þetta var sveitavöllur. Ég var sem sagt flott klæddur og í frakka – Spyr hvort ég geti spilað golf – og þeir lána mér skrifstofu til að skipta um föt. Á 1. teig komu 30 til að horfa á mig, en þeir voru sannfærðir um að þarna væri einhver frægur á ferð – Ég sagði við meðspilara mína að við skyldum bara leika þetta og sagði einum félaga mínum að ganga alltaf minnst 10 metrum á eftir mér og hann lenti svo að segja í hlutverki kaddýsins allan hringinn. Meðspilari minn hafði gaman af og labbaði alltaf 10 metra á eftir mér og rétti mér kylfurnar og áhorfendur sannfærðir að þarna færi einhver frægur kylfingur. Á síðustu holu heyri ég að ein konan segir: „This gentleman has somethig that we don´t have.”
Að lokum: Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Hafa gaman – Njóta augnabliksins – því nafli alheimsins er það sem þú ert í dag.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
