Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2016 | 18:00

Viðtalið: Víðir Jóhannsson – GÞH

Viðtalið í dag er við kylfing, sem er mörgum að góðu kunnur, en það er eigandi Hellishóla í Fljótshlíðinni.

Fullt nafn:  Víðir Jóhannsson.

Klúbbur:   GÞH.

Hvar og hvenær fæddistu?  31. júlí 1956

Hvar ertu alinn upp?  Í Reykjavík.

Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er málarameistari að mennt – en keypti Hellishóla f. 12 árum og er að byggja staðinn upp.

Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf?  Ég er í sambúð með Joanna Grudzinska og það spilar helmingurinn af fjölskyldunni golf.

Hamingjusöm: Víðir og Joanna að Hellishólum. Mynd: Golf 1

Hamingjusöm: Víðir og Joanna að Hellishólum. Mynd: Golf 1

Hvenær byrjaðir þú í golfi?  Það eru 20 ár síðan, en ég spilaði þegar ég var 10-11 ára og sem unglingur.

Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi?  Ég byrjaði bara á eiginn spýtur

Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli?  Skógar – þú þarft meira að nýta þekkingu þína og þetta er meira challenge.

Hvort líkar þér betur: holukeppni eða höggleikur?   Holukeppni – maður hefur meiri tækifæri eftir.

Kemur ekki á óvart að Hellishólar eru uppáhaldsgolfvöllur Víðis á Íslandi. Mynd: Golf 1

Kemur ekki á óvart að Hellishólar eru uppáhaldsgolfvöllur Víðis á Íslandi. Mynd: Golf 1

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir þinn/þínir á Íslandi?  Hellishólar – ástæðan: völlurinn er einn af fáum golfvöllum á Íslandi sem maður þarf virkilega að spá í hvar boltinn lendir og nota alla kylfurnar í pokanum.

Eyjafjallajökull tignarlegur - séð frá 4. braut Hellishóla. Mynd: Golf 1

Eyjafjallajökull tignarlegur – séð frá 4. braut Hellishóla. Mynd: Golf 1

Hefir þú spilað alla velli á Íslandi – Ef ekki nefna hversu marga af þeim 62 golfvöllum Íslands, þú hefur spilað á?  Flestalla – á eftir Vestfirði.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum (nema á Íslandi)? Buena Vista á Tenerife.

Frá uppáhaldsgolfvelli Víðis erlendis: Buenavista Tenerife.

Frá uppáhaldsgolfvelli Víðis erlendis: Buenavista á Tenerife.

Hver er sérstæðasti golfvöllur, sem þú hefur spilað á? La Ramblas – hann refsar manni gríðarlega og er á mörkunum að vera golfvöllur.

Frá Las Ramblas golfvellinum.

Frá Las Ramblas golfvellinum.

Hvað ertu með í forgjöf?  4.

Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? 69 á La Finca.

Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu?   Hola í höggi – f. 2 árum á La Finca.

Frá La Finca í Alicante á Spáni þar sem Víðir hefir farið holu í höggi

Frá La Finca í Alicante á Spáni þar sem Víðir hefir farið holu í höggi

Spilar þú vetrargolf?   Ekki á Íslandi – erlendis í heitum löndum – uppáhaldsland: Thaíland Burapa.

Hvaða nesti ertu með í pokanum?  Ég er aldrei með neitt – kannski vatn.

Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum?     Já, ég er Íslandsmeistari í júdó 15 ára – Íslandsmeistari í glímu 10 ára.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?  Ribeye-steak. Uppáhaldsdrykkur? Vatn. Uppáhaldsbók? The Secret of Life – Þetta er bók sem svarar því af hverju þú getur þetta en ekki hinn – þú biður umheiminn um e-hv sem þig langar í – ef þig langar nógu mikið í það færðu það. Þetta er viðtalsbók við helstu fræðimenn í heimi af hverju velgengni og árangur sumra manna er meiri en annar. Uppáhaldstónslist? Kántrí – Pavarotti – Clyderman – Pop.  Uppáhaldskvikmynd? Avatar. Uppáhaldsgolfbók? Tiger Woods bókin.

Clayderman er einn uppáhaldstónlistarmanna Víðs

Clayderman er einn uppáhaldstónlistarmanna Víðs

Notarðu hanska, ef svo er hvaða? Já, ég nota þann, sem að passar mér hverju sinni.

Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing?    Kk: Gary Player. Kvk: Laura Davies.

Hvert er draumahollið?  Ég og….. (nefna 3 fylla ráshópinn): Joanna, Tiger Woods and Laura Davies.

Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Allar kylfur eru uppáhalds en ég er með Taylormade trékylfur Ping járn og Scotty Cameron pútter sem ég er búinn að eiga í 20 ár.

Hefir þú verið hjá golfkennara?  Já. Viktor og Sigga Palla.

Hver er besti golfkennari á Íslandi? Siggi Palli.

Sigurpáll Geir Sveinsson, afmæliskylfingur dagsins á Golf 1 í dag, 12. júní 2016 er að mati Víðis besti golfkennari á Íslandi. Mynd: Golf 1

Sigurpáll Geir Sveinsson, afmæliskylfingur dagsins á Golf 1 í dag, 12. júní 2016 er að mati Víðis besti golfkennari á Íslandi. Mynd: Golf 1

Ertu hjátrúarfullur? Stundum – Farinn að byggja upp sjálfstraust ef illa gengur á golfvellinum. Hvernig? Fyrst og fremst með því að hugsa ekki um slæmu höggin.

Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu?  Að hafa gaman.

Hvað finnst þér best við golfið?  Útiveran og glíma við sjálfan sig.

Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)?   60%

Kanntu einhverja skemmtilega sögu af þér á golfvellinum eða geturðu sagt frá einhverju vandræðalegu sem fyrir þig hefir komið í golfi?: Það er allt skemmtilegt við golf – jú kannski er ein saga. Ég spilaði spilaði eitt sinn golf í Skotlandi og við ákváðum eftir fótboltaleik  að fara að spila golf. Ég var í sparifötum og völlurinn lengst upp í sveit, en þetta var sveitavöllur. Ég var sem sagt flott klæddur og í frakka – Spyr hvort ég geti spilað golf – og þeir lána mér skrifstofu til að skipta um föt. Á 1. teig komu 30 til að horfa á mig, en þeir voru sannfærðir um að þarna væri einhver frægur á ferð –  Ég sagði við meðspilara mína að við skyldum bara leika þetta og sagði einum félaga mínum að ganga alltaf minnst 10 metrum á eftir mér og hann lenti svo að segja í hlutverki kaddýsins allan hringinn. Meðspilari minn hafði gaman af og labbaði alltaf 10 metra á eftir mér og rétti mér kylfurnar og áhorfendur sannfærðir að þarna færi einhver frægur kylfingur.  Á síðustu holu heyri ég að ein konan segir:  „This gentleman has somethig that we don´t have.”

Að lokum: Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Hafa gaman – Njóta augnabliksins – því nafli alheimsins er það sem þú ert í dag.