Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2012 | 19:00

Viðtalið: Sasha Zelenka frá Austurríki.

Cádiz Cup, fór fram í Arcos Gardens, 5. maí 2011, en 2. grein af 3 um Arcos Gardens birtist hér á Golf 1.is í kvöld  Cádiz Cup er boðsmót, þar sem boðið er golffréttamönnum og fulltrúum golfferðaskrifstofa. Af hálfu Íslands var Heimsferðum og Golf1.is boðið að þessu sinni. Golf 1 tók viðtöl við 7 þátttakendur í Cadiz Cup, sem komu víðsvegar að frá Evrópu. Þrjú þessara viðtala hafa þegar birtst, þ.e. við Krizstinu Batta, tvöfaldan meistara áhugamanna í Ungverjalandi og Mauricio Veloccia, golfkennara á Ítalíu og Julien Bacqués, Frakka búsettann í Austurríki, sem vinnur hjá golfferðaskrifstofunni TGR-Golfreisen í Vín. Hér birtist 4. viðtalið við Austurríkismanninn Sasha Zelenka, einn sigurvegara á Cádiz Cup 2011. Hann gefur m.a. út golfleiðarvísir um Austurríki og skrifar greinar í golfblað, sem kemur út 1/2 mánaðarlega, Golfweek í Austurríki.

Nafn:  Sasha Zelenka.

Hvar fæddistu? Í Vín, 25. október 1971.

Hvar ertu alinn upp?  Í Austurríki, en bjó m.a. í  Grikklandi 1991-92 og vann fyrir fyrirtæki, sem framleiðir leikjatæki.

Hverjar eru fjölskylduaðstæður? Ég er í sambúð og á 3 börn, 2, 9 og 13 ára.

Hvenær byrjaðir þú í golfi?  Það var einhvern tímann á árunum 1993-1994. Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Bróðir minn byrjaði – ég hélt að þetta væri ekki fyrir mig en svo fór ég á golfvöll í Bandaríkjunum, þar sem ég var á 2 vikna ferðalagi með vinum og  á leikjatækjaráðstefnu og við gátum bara ekki hætt að spila. Ég man eftir fyrstu par-3 holunni. Drævið mitt lenti 1 meter frá holu en síðan þurfti ég 4 pútt til þess að setja kúluna niður.

Hvað starfar þú? Ég gef út golfvallarvísi fyrir Austurríki, geri samanburð  á öllum golfvöllum í Austurríki. Til þess að sjá golfvallarvísinn, sem Sasha Zelenka hefir gefið út smellið HÉR: 

Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli?  Við strandvelli, vegna þess að þeir finnast ekki í Austurríki.

Hvað ertu með í forgjöf? 18, 4.

Klúbbhús Golf Club Schloß Schönborn í Austurríki, en þar er uppáhaldsgolfvöllur Sasha Zelenka.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir í Austurríki? Schönborn vegna andrúmsloftsins þar, en upp í Ölpunum: Eichenheim, en hann er óhemju erfiður.

Af golfvelli Eichenheim í Austurríki.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum?  Le Paradis í Máritíus.

Frá Le Paradis golfvellinum í Máritíus.

Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? Montgomerie í Dubai – hann er tricky. Ég spilaði hann sunnudaginn fyrir  Duabai Masters – röffið var óheyrilega þétt og flatirnar erfiðar.

Nóg af sandglompum á Montgomerie golfvellinum í Dubai, sem er sérstæðasti golfvöllur sem Sasha Zelenka hefir spilað á!

Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? + 12 yfir pari í  GC Altentann. Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum?  Já, fótbolta og mótorcrossi.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók? Uppáhaldsmaturinn minn er spaghetti konunnar minnar; uppáhaldsdrykkurinn er hindberjasaft með sóda og sítrónu; uppáhaldstónlistarstefnan er soul; uppáhaldskvikmyndin er eins og Sascha sagði svo sætt á þýsku: „Der Duft der Frauen“ með Al Pacino og uppáhaldsbókin er „Le Petit Prince“ eftir Antoine de Saint- Exupéry.

Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn, nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Kk: Tiger – vegna þess að hann hefir gert svo mikið fyrir golfíþróttina.  Kvk: Michelle Wie.

Hver er besti karl- og hver er besti kvenkylfingur í Austurríki?  Kk.: Markus Brier.  Kvk: Nicole Gergeli.

Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín?   Í pokanum hjá mér eru Callaway dræver FTTIQ, Mizuno járn, og TaylorMade tré  og pútterinn.

Hvað finnst þér best við golfið?  Ich lerne Menschen gut kennen in allen Facetten.

Hvert er helsta afrekið í golfinu til dagsins í dag? Vann í sveitakeppni klúbba í Austurríki 2008.

Að lokum: Hvert er meginmarkmiðið í lífinu? Að halda heilsu.