Viðtalið: Kristófer Tjörvi Einarsson – GV
Viðtalið í kvöld er við kylfing sem spilaði á Áskorendamótaröð Íslandsbanka og átti þar góðu gengi að fagna og spilar nú á Íslandsbankamótaröðinni, þar sem velgengni hans heldur áfram. Hér er á ferð gríðarlegt efni, enda ekkert undarlegt; drengurinn bara sver sig í ættina!
Nafn: Kristófer Tjörvi Einarsson.
Klúbbur: GV.
Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist í Reykjavík, 30. janúar 2001.
Hvar ertu alinn upp? Í Stykkishólmi.
Í hvaða starfi/námi ertu? Ég vinn hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja.
Spilar einhver í fjölskyldunni golf? Við spilum öll nema yngsti bróðir minn – hann verður 1 árs 2. júlí
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ég sló fyrsta golfboltann 1 1/2 árs og ég á mynd af því – en byrjaði af krafti 7-8 ára.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Bara… þetta er það skemmtilegasta sem ég geri.
Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Skógarvellir eru mun skemmtilegri – fíla þá miklu meira miklu, það er miklu harðara á strandvöllum, á skógarvöllum er maður miklu meira inn í einhverju umhverfi.
Hvort líkar þér betur: holukeppni eða höggleikur? Holukeppni (spurt e. Íslandsmótið í holukeppni).
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir þinn/þínir á Íslandi? Vestmannaeyjavöllurinn – hann er ótrúlega fallegur.

Vestmannaeyjavöllur er uppáhaldsvöllur Kristófers Tjörva – Völlurinn er ótrúlega fallegur!
Hefir þú spilað alla velli á Íslandi – Ef ekki nefna hversu marga af þeim 62 golfvöllum Íslands, þú hefur spilað á? Alla á höfuðborgarsvæðinu 9 – Svona 20-25 velli allt í allt.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum (nema á Íslandi)? La Galiana á Spáni.
Hver er sérstæðasti golfvöllur, sem þú hefir spilað á? La Galliana – hann er upp í fjalli og brautirnar í halla allar.
Hvað ertu með í forgjöf? 3,9.
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? Á rauðum: 66 á Vestmannaeyjavellinum Á gulum: 69 högg á Vestmannaeyjavelli.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? 2. sætið í Unglingaeinvíginu 2015.
Hefir þú farið holu í höggi? Nei. Ég á það eftir.
Spilar þú vetrargolf? Já, stundum ég get alveg skellt mér einn og einn hring.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Yfirleitt með 3 samlokur, banana, kókómjólk og vatn og stundum hnetur.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Já, handbolta, körfubolta og fótbolta.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Humar. Uppáhaldsdrykkur? Vatn. Uppáhaldsbók? Syrpa. Uppáhaldstónslist? Bara ég get hlustað á hvað sem er nema óperu; Uppáhaldskvikmynd? The greatest game ever played. Uppáhaldsgolfbók? Hef aðeins kíkt í sveiflukennslubók.
Notarðu hanska, ef svo er hvaða? Nei, ég er hættur að nota hans.
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Kvk: Laura Davies; Kk: Tiger Woods þegar hann var upp á sitt besta.
Hvert er draumahollið? Ég og….. (nefna 3 fylla ráshópinn): Tiger Woods, Rory McIlroy og Jordan Spieth.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Titleist 715D2 driver; Titleist 915F 3-tré; Titleist 915H hálvita; TitleistAB2714 4-PW; SM6 50° SM5 56° SM6 60°; TaylorMade Ghost Manta pútter. Uppáhaldskylfan 56°.
Hefir þú verið hjá golfkennara? Já.
Hver er besti golfkennari á Íslandi? Faðir minn, Einar Magnússon – eini golfkennarinn sem ég hef farið til.
Ertu hjátrúarfullur? Nei.
Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu? Reyna að komast í atvinnumennsku golfinu. Lifa lífinu.
Hvað finnst þér best við golfið? Bara skemmtileg, útvera og félagsskapurinn.
Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? 65%.
Kanntu einhverja skemmtilega sögu af þér á golfvellinum eða geturðu sagt frá einhverju vandræðalegu sem fyrir þig hefir komið í golfi?: Man enga í augnablikinu.
Að lokum: Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Já, maður á aldrei að gefast upp.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
